Skoðun

Átt þú hlut í einum milljarði dollara?

Pétur Sigurðsson skrifar
Jeff Atwater fjármálastjóri Florida fylkis, geymir í dag meira en einn miljarð dollara sem eru í óskilum í Florida. Megnið af þessum fjármunum koma af reikningum fjármálastofnana, af bankareikningum, frá tryggingafélögum og svo tryggingafé frá þjónustufyrirtækjum. Þetta er fé sem stofnanarnar hafa ekki geta komið til skila, þar sem eigandinn er látinn og/eða fluttur án þess að skilja eftir nýtt heimilisfang.

Jeff Atwater geymir einnig innihald bankahólfa þar sem leigutakinn hefur ekki greitt leigu í þrjú ár. Innihald bankahólfanna er geymt í tvö ár eftir að Jeff Atwater tekur við því, síðan er það selt á uppboði. Algent innihald í bankahólfi eru persónuleg skjöl, skartgripir, frímerki, mynt, fornmunir og fleirra. Innihald bankahólfanna er selt á uppboði einu sinni á ári á mismunandi stöðum í Fylkinu. Síðasta uppboð á innihaldi bankahólfa var haldið í Tampa þann 12ta og 13da Ágúst síðastliðinn.

Fjármunir sem eru ekki sóttir eru settir í skólasjóð fylkisins og nýttir til menntunar. Þó fjármunirnir renni til skólamála þá fyrnast þessar kröfur aldrei og hægt að krefjast þeirra að eilífðu.

Ég var hissa þegar ég var að leika mér á vefsíðu fjármálastjórans, hversu marga ég þekki sem eiga fjármuni í reiðuleysi í Florida. Megnið af þessu fé eru litlar upphæðir eins og endurgreiðslur frá tryggingafélögum, tryggingafé vegna rafmagns og vatns, ásamt endurgreiðslum frá heilbrigðisstofnunum. Það er samt ekkert að því af kíkja á þetta og óska eftir peningnum sínum. Því margur er ríkari en hann hyggur.

Fjársjóðsleit

Skellum okkur núna í fjársjóðsleit. Við byrjum á að slá inn vefslóðinni: www.fltreasurehunt.org síðan smellum við á leit (search), þá setjum við inn eftirnafn okkar og textann neðst og smellum á áfram. Það þarf ekki að setja inn fornafn en munið að oft er nöfnum okkar misþyrmt í henni Ameríku þannið að ráðlegt er að prófa fleirri en eina útgáfu af nafninu. Ef þið finnið ykkur við leitina eða dánarbú sem þið eigið kröfu í þá smellið þið á reikningsnúmerið. Við það að smella á reiknisnúmerið þá sjáið þið hver sendi inn peninginn og getið smell á já (yes) og krafist peninganna. 

Það er einnig til heimasíða sem heitir: www.unclaimed.org og tengir á svipaðar síður í öðrum fylkjum.

Gangi ykkur vel við fjársjóðsleitina. 




Skoðun

Skoðun

Yfir­lýsing kennara eftir fund með borgar­stjóra

Andrea Sigurjónsdóttir,Eygló Friðriksdóttir,Guðrún Gunnarsdóttir,Jónína Einarsdóttir,Kristín Björnsdóttir,Lilja Margrét Möller,Linda Ósk Sigurðardóttir,Þóranna Rósa Ólafsdóttir skrifar

Skoðun

Vá!

Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar

Sjá meira


×