Erlent

Verið að flytja fimm þúsund uppreisnarmenn frá Aleppo

Atli Ísleifsson skrifar
Vopnahlé hefur ríkt í Aleppo síðustu klukkustundir eftir að stjórnarherinn náði tökum á nær öllum hverfum borgarinnar.
Vopnahlé hefur ríkt í Aleppo síðustu klukkustundir eftir að stjórnarherinn náði tökum á nær öllum hverfum borgarinnar. Vísir/AFP
Rússneskir fjölmiðlar segja að nú sé verið sé að flytja um fimm þúsund uppreisnarmenn og fjölskyldur þeirra frá austurhluta sýrlensku borgarinnar Aleppo. Hafa þeir upplýsingarnar frá rússneska varnarmálaráðuneytinu.

Talsmaður rússneska hersins segir að verið sé að flytja fólkið úr austurhlutanum og til svæða sem uppreisnarmenn ráða yfir, vestur af Aleppo, um 21 kílómetra leið þar sem þeim er hleypt í gegn.

Sýrlenska ríkissjónvarpið hefur sýnt myndir af rauðum rútum með fólk úr austurhluta borgarinnar um borð. 

Vopnahlé hefur ríkt í borginni síðustu klukkustundir eftir að stjórnarherinn náði tökum á nær öllum hverfum borgarinnar.

Í morgun bárust fréttir af því að stjórnarhermenn hafi skotið á fyrsta sjúkrabílinn sem ekið var úr úr austurhlutanum. Þrír eru sagðir hafa særst í árásinni.


Tengdar fréttir

Íbúar fastir og komast ekki frá Aleppo

Ekkert varð úr vopnahléi sem átti að gefa íbúum í hverfum uppreisnarmanna í Aleppo tækifæri til að forða sér. Loftárásir stjórnarhersins hófust að nýju í gær. Amnesty International sakar stjórnarherinn um stríðsglæpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×