Innlent

Fimm handteknir vegna amfetamíns

Þorgeir Helgason skrifar
Fjórir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhalds í tengslum við smygl á fjórum kílóum af amfetamíni til landsins.
Fjórir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhalds í tengslum við smygl á fjórum kílóum af amfetamíni til landsins. Vísir/GVA
Fimm menn voru handteknir í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á innflutningi á um fjórum kílóum af amfetamíni, auk töluverðs magns af sterum

Allir mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvald en einum var síðan sleppt úr haldi.

Lögreglan hefur rannsakað málið frá því í síðustu viku. Lagt var hald á efnin þegar reynt var að smygla þeim til landsins.

Gerðar oru nokkrar húsleitir á höfuðborgarsvæðinu að undangengnum dómsúrskurði í þágu rannsóknar málsins, en henni miðar vel.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×