Geir Þorsteinsson hefur verið formaður KSÍ frá árinu 2007 og gefur áfram kost á sér til formennsku.
Það stefnir því í spennandi formannsslag á ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum 11. febrúar næstkomandi.
Meðal þess sem hafa lýst yfir ánægju sinni með framboð Guðna er Ragnar Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins og Fulham á Englandi.
Ragnar deilir fréttinni á Twitter og skrifar við: „Þetta líst mér á“, eins og sjá má hér að neðan.
Þetta líst mer á https://t.co/PpBoJZbocV
— Ragnar Sigurðsson (@sykurinn) December 14, 2016