Fulltrúar flokkanna fimm hittast á fundi síðdegis Ásgeir Erlendsson skrifar 11. desember 2016 12:26 Fulltrúar flokkanna fimm sem eiga í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum hittast á fundi síðdegis. Þingmaður Viðreisnar segir að nú fari að skýrast hvort viðræðunum verði haldið áfram eða hvort þeim verði slitið. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Birgittu Jónsdóttur, þingflokssformanni, Pírata stjórnarmyndunarumboð fyrir níu dögum og undanfarna daga hafa fulltrúar Viðreisnar, Bjartar framtíðar, Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata átt í óformlegum viðræðum. Flokkarnir ræddu sjávarútvegsmál á föstudag og sama er uppi á teningnum í dag en fulltrúar flokkanna hittast á fundi seinni partinn. Búist er við að ákvörðun um hvort flokkarnir taki upp formlegar viðræður skýrist í kvöld eða á morgun. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar segir menn vera komna að þeim tímapunkti í þessum óformlegu viðræðum að menn verði að fara leggja mat á hvert framhaldið verður. „Það mun fara að skýrast fljótlega, ég held að menn séu að komast á þann tímapunkt í viðræðunum að geta farið að leggja mat á það hvort að það sé eitthvað sem eigi að halda áfram með ekki,“ sagði Þorsteinn á Sprengisandi í Bylgjunni í morgun. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar stillti væntingum um gang viðræðnanna í hóf í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en Smári McCarty, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að yfirgnæfandi líkur væru á að flokkarnir næðu saman. Benedikt sagði á Stöð 2 í gær að flokkarnir fimm væru jákvæðari en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegi en Þorsteinn Víglundsson segir að engin niðurstaða liggi fyrir í sjávarútvegsmálum viðræðum flokkanna nú. Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einnig gestur þáttarins og hún segist ekki sjá annað en að flokkarnir ættu að geta náð saman ef horft er til stefnumála þeirra fyrir kosningar. „Auðvitað eru mismunandi áherslur hjá flokkum en mér hefur sýnst að málefnin hjá þessum flokkum gefi það til kynna að þau ættu að ná saman, þetta eru allt vinstri-miðjuflokkar og ég sé ekki á hverju ætti að steyta,“ sagði Sigríður. Hlusta má á innslagið úr Sprengisandi í heild sinni hér að ofan. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Fulltrúar flokkanna fimm sem eiga í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum hittast á fundi síðdegis. Þingmaður Viðreisnar segir að nú fari að skýrast hvort viðræðunum verði haldið áfram eða hvort þeim verði slitið. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Birgittu Jónsdóttur, þingflokssformanni, Pírata stjórnarmyndunarumboð fyrir níu dögum og undanfarna daga hafa fulltrúar Viðreisnar, Bjartar framtíðar, Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata átt í óformlegum viðræðum. Flokkarnir ræddu sjávarútvegsmál á föstudag og sama er uppi á teningnum í dag en fulltrúar flokkanna hittast á fundi seinni partinn. Búist er við að ákvörðun um hvort flokkarnir taki upp formlegar viðræður skýrist í kvöld eða á morgun. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar segir menn vera komna að þeim tímapunkti í þessum óformlegu viðræðum að menn verði að fara leggja mat á hvert framhaldið verður. „Það mun fara að skýrast fljótlega, ég held að menn séu að komast á þann tímapunkt í viðræðunum að geta farið að leggja mat á það hvort að það sé eitthvað sem eigi að halda áfram með ekki,“ sagði Þorsteinn á Sprengisandi í Bylgjunni í morgun. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar stillti væntingum um gang viðræðnanna í hóf í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en Smári McCarty, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að yfirgnæfandi líkur væru á að flokkarnir næðu saman. Benedikt sagði á Stöð 2 í gær að flokkarnir fimm væru jákvæðari en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegi en Þorsteinn Víglundsson segir að engin niðurstaða liggi fyrir í sjávarútvegsmálum viðræðum flokkanna nú. Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einnig gestur þáttarins og hún segist ekki sjá annað en að flokkarnir ættu að geta náð saman ef horft er til stefnumála þeirra fyrir kosningar. „Auðvitað eru mismunandi áherslur hjá flokkum en mér hefur sýnst að málefnin hjá þessum flokkum gefi það til kynna að þau ættu að ná saman, þetta eru allt vinstri-miðjuflokkar og ég sé ekki á hverju ætti að steyta,“ sagði Sigríður. Hlusta má á innslagið úr Sprengisandi í heild sinni hér að ofan.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira