Fulltrúar flokkanna fimm hittast á fundi síðdegis Ásgeir Erlendsson skrifar 11. desember 2016 12:26 Fulltrúar flokkanna fimm sem eiga í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum hittast á fundi síðdegis. Þingmaður Viðreisnar segir að nú fari að skýrast hvort viðræðunum verði haldið áfram eða hvort þeim verði slitið. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Birgittu Jónsdóttur, þingflokssformanni, Pírata stjórnarmyndunarumboð fyrir níu dögum og undanfarna daga hafa fulltrúar Viðreisnar, Bjartar framtíðar, Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata átt í óformlegum viðræðum. Flokkarnir ræddu sjávarútvegsmál á föstudag og sama er uppi á teningnum í dag en fulltrúar flokkanna hittast á fundi seinni partinn. Búist er við að ákvörðun um hvort flokkarnir taki upp formlegar viðræður skýrist í kvöld eða á morgun. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar segir menn vera komna að þeim tímapunkti í þessum óformlegu viðræðum að menn verði að fara leggja mat á hvert framhaldið verður. „Það mun fara að skýrast fljótlega, ég held að menn séu að komast á þann tímapunkt í viðræðunum að geta farið að leggja mat á það hvort að það sé eitthvað sem eigi að halda áfram með ekki,“ sagði Þorsteinn á Sprengisandi í Bylgjunni í morgun. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar stillti væntingum um gang viðræðnanna í hóf í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en Smári McCarty, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að yfirgnæfandi líkur væru á að flokkarnir næðu saman. Benedikt sagði á Stöð 2 í gær að flokkarnir fimm væru jákvæðari en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegi en Þorsteinn Víglundsson segir að engin niðurstaða liggi fyrir í sjávarútvegsmálum viðræðum flokkanna nú. Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einnig gestur þáttarins og hún segist ekki sjá annað en að flokkarnir ættu að geta náð saman ef horft er til stefnumála þeirra fyrir kosningar. „Auðvitað eru mismunandi áherslur hjá flokkum en mér hefur sýnst að málefnin hjá þessum flokkum gefi það til kynna að þau ættu að ná saman, þetta eru allt vinstri-miðjuflokkar og ég sé ekki á hverju ætti að steyta,“ sagði Sigríður. Hlusta má á innslagið úr Sprengisandi í heild sinni hér að ofan. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira
Fulltrúar flokkanna fimm sem eiga í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum hittast á fundi síðdegis. Þingmaður Viðreisnar segir að nú fari að skýrast hvort viðræðunum verði haldið áfram eða hvort þeim verði slitið. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Birgittu Jónsdóttur, þingflokssformanni, Pírata stjórnarmyndunarumboð fyrir níu dögum og undanfarna daga hafa fulltrúar Viðreisnar, Bjartar framtíðar, Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata átt í óformlegum viðræðum. Flokkarnir ræddu sjávarútvegsmál á föstudag og sama er uppi á teningnum í dag en fulltrúar flokkanna hittast á fundi seinni partinn. Búist er við að ákvörðun um hvort flokkarnir taki upp formlegar viðræður skýrist í kvöld eða á morgun. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar segir menn vera komna að þeim tímapunkti í þessum óformlegu viðræðum að menn verði að fara leggja mat á hvert framhaldið verður. „Það mun fara að skýrast fljótlega, ég held að menn séu að komast á þann tímapunkt í viðræðunum að geta farið að leggja mat á það hvort að það sé eitthvað sem eigi að halda áfram með ekki,“ sagði Þorsteinn á Sprengisandi í Bylgjunni í morgun. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar stillti væntingum um gang viðræðnanna í hóf í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en Smári McCarty, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að yfirgnæfandi líkur væru á að flokkarnir næðu saman. Benedikt sagði á Stöð 2 í gær að flokkarnir fimm væru jákvæðari en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegi en Þorsteinn Víglundsson segir að engin niðurstaða liggi fyrir í sjávarútvegsmálum viðræðum flokkanna nú. Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einnig gestur þáttarins og hún segist ekki sjá annað en að flokkarnir ættu að geta náð saman ef horft er til stefnumála þeirra fyrir kosningar. „Auðvitað eru mismunandi áherslur hjá flokkum en mér hefur sýnst að málefnin hjá þessum flokkum gefi það til kynna að þau ættu að ná saman, þetta eru allt vinstri-miðjuflokkar og ég sé ekki á hverju ætti að steyta,“ sagði Sigríður. Hlusta má á innslagið úr Sprengisandi í heild sinni hér að ofan.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira