Greint var frá því í gær að meðlimir ISIS hefðu á nýjan leik náð yfirráðum yfir hinni fornu borg Palmyra í Sýrlandi. ISIS réði yfir Palmyra í um tíu mánuði áður en Sýrlandsher náði henni aftur á sitt vald í mars síðastliðnum.
Miklar fornminjar eru í borginni en á meðan yfirráðum ISIS stóð var hluta þeirra eytt á skipulagðan hátt. Palmyra var stofnuð um tvö þúsund árum fyrir krist og er á heimsminjaskrá UNESCO.