Nýfædd dóttir þingmanns greindist með kíghósta: „Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín, skammist ykkar“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2016 18:39 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink „Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín; skammist ykkar og lesið ykkur til,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook þar sem hún segir frá veikindum tæplega sex vikna gamallar dóttur hennar. Dóttir Þórdísar greindist nýverið með kíghósta en Þórdís segir fjögur tilfelli hafa greinst árið 2015, eitt árið 2014 en rúmlega 30 árin 2012 og 2013. „Hún er að mér skilst eina skráða tilfellið á árinu. Kíghósti er hættulegur, sérstaklega fyrir börn yngri en sex mánaða. Hún var tæplega sex vikna. Smit getur farið á milli manna án þess að smitberi sýkist sjálfur.“ Hún segir óbólusett börn fleiri en þau þyrftu að vera. „Af því það eru í alvöru foreldrar sem bólusetja ekki börnin sín og fullorðnir geta fengið kíghósta án þess að veikjast svo mikið að þeir kveiki á því hvers kyns er. Kíghósti er bráðsmitandi svo hún getur hafa fengið þetta með milljón mismunandi leiðum en óheppnin er ótrúleg,“ skrifar Þórdís. Hún segir síðustu tvær vikur hafa verið erfiðar og að sérstaklega hafi verið erfitt að horfa upp á barnið sitt agnarsmátt verða blátt í framan í hóstaköstum. Þórdís segir fjölskylduna þó líta á björtu hliðarnar. Kíghóstinn greindist fljótt og stúlkan hefur ekki enn fengið hita, eða í lungun eða þurft aðstoð við að koma sér í gegnum hóstaköstin fyrir utan einstaka súrefnisblástur í nokkrar sekúndur. Hún bendir á að það séu mörg tilfelli þar sem foreldrar láta ekki bólusetja börn sín vegna kíghósta og segir þeim að skammast sín. Þórdís tekur fram í Facebook-færslunni að hún leyfi sér að segja þetta sem mamma, en ekki þingmaður. „Ef þeir foreldrar vildu líta við í einangrunarherbergi Kristínar Fjólu og fylgjast með henni í hóstaköstum, þar sem lífsmörk falla, hún blánar, hóstar sárum hósta og súrefnismettun fellur væru þeir meira en velkomnir. Foreldrar sem höfðu ekki val fyrir mörgum áratugum vildu myndu örugglega taka undir með mér,“ segir Þórdís. Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Sjá meira
„Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín; skammist ykkar og lesið ykkur til,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook þar sem hún segir frá veikindum tæplega sex vikna gamallar dóttur hennar. Dóttir Þórdísar greindist nýverið með kíghósta en Þórdís segir fjögur tilfelli hafa greinst árið 2015, eitt árið 2014 en rúmlega 30 árin 2012 og 2013. „Hún er að mér skilst eina skráða tilfellið á árinu. Kíghósti er hættulegur, sérstaklega fyrir börn yngri en sex mánaða. Hún var tæplega sex vikna. Smit getur farið á milli manna án þess að smitberi sýkist sjálfur.“ Hún segir óbólusett börn fleiri en þau þyrftu að vera. „Af því það eru í alvöru foreldrar sem bólusetja ekki börnin sín og fullorðnir geta fengið kíghósta án þess að veikjast svo mikið að þeir kveiki á því hvers kyns er. Kíghósti er bráðsmitandi svo hún getur hafa fengið þetta með milljón mismunandi leiðum en óheppnin er ótrúleg,“ skrifar Þórdís. Hún segir síðustu tvær vikur hafa verið erfiðar og að sérstaklega hafi verið erfitt að horfa upp á barnið sitt agnarsmátt verða blátt í framan í hóstaköstum. Þórdís segir fjölskylduna þó líta á björtu hliðarnar. Kíghóstinn greindist fljótt og stúlkan hefur ekki enn fengið hita, eða í lungun eða þurft aðstoð við að koma sér í gegnum hóstaköstin fyrir utan einstaka súrefnisblástur í nokkrar sekúndur. Hún bendir á að það séu mörg tilfelli þar sem foreldrar láta ekki bólusetja börn sín vegna kíghósta og segir þeim að skammast sín. Þórdís tekur fram í Facebook-færslunni að hún leyfi sér að segja þetta sem mamma, en ekki þingmaður. „Ef þeir foreldrar vildu líta við í einangrunarherbergi Kristínar Fjólu og fylgjast með henni í hóstaköstum, þar sem lífsmörk falla, hún blánar, hóstar sárum hósta og súrefnismettun fellur væru þeir meira en velkomnir. Foreldrar sem höfðu ekki val fyrir mörgum áratugum vildu myndu örugglega taka undir með mér,“ segir Þórdís.
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Sjá meira