Erlent

Öryggisgæsla stóraukin í New York fyrir áramót

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Talið er að tvær milljónir manns verði á Times Square á áramótunum.
Talið er að tvær milljónir manns verði á Times Square á áramótunum. Vísir/Getty
Yfirvöld í New York borg hyggjast auka öryggisgæslu til muna fyrir áramótin og munu þúsundir lögreglumanna verða á götum borgarinnar þegar nýja árið gengur í garð. Er þetta gert til að koma í veg fyrir samskonar árásir og gerðar hafa verið með vörubílum í Niece og Berlín á þessu ári. Reuters greinir frá.

Talið er að um 2 milljónir manna muni safnast saman á Times Square á Manhattan eyju í borginni til að fagna nýju ári. Fram hefur komið í máli lögregluyfirvalda að ekki sé talin ástæða til þess að ætla að einhverskonar árás verði gerð.

Þrátt fyrir það vilja yfirvöld hafa varann á og munu þau nota 65 vörubíla sem allajafna eru notaðir fyrir sorpkerfi borgarinnar til þess að leggja í veg fyrir mkilvæg gatnamót og koma þar með í veg fyrir mögulegar árásir.

Bílarnir verða fylltir með sandi til þess að gera þá þyngri. Auk þess verða hundruðir fólksbíla notaðir í sama tilgangi.

Þá verða hundar, þyrlur og bátar einnig mikilvæg verkfæri í að vernda mannskapinn og ljóst að lögreglan í New York vill vera við öllu búin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×