Gylfi: Mitt besta ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2016 21:01 Gylfi fagnar einu af 14 mörkum sínum í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2016. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson, Íþróttamaður ársins 2016, segir að árið sem nú er senn á enda sé hans besta á ferlinum. Gylfi var í stóru hlutverki, bæði hjá sínu félagsliði, Swansea City, og íslenska landsliðinu sem fór alla leið í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi í sumar. „Persónulega er þetta búið að vera frábært ár,“ sagði Gylfi í samtali við Hauk Harðarson og Eddu Sif Pálsdóttur í beinni útsendingu á RÚV eftir að greint var frá niðurstöðu kjörsins á Íþróttamanni ársins. „Gengi Swansea hefur ekki verið upp á marga fiska en fyrir mig persónulega hefur þetta verið gott ár. EM í Frakklandi stendur upp úr og það er eitthvað sem maður á aldrei eftir að gleyma. Þetta var mjög gott ár og vonandi eru bjartir tímar framundan,“ sagði Gylfi. Landsliðsmaðurinn var einnig valinn Íþróttamaður ársins 2013. En hvaða þýðingu hafa þessi verðlaun fyrir hann? „Þetta er mikill heiður og ég er mjög stoltur af sterku og góðu íþróttaári fyrir Ísland. Ég verð að viðurkenna að það er svolítið sætara að vinna þetta núna í annað sinn,“ sagði Gylfi sem spilaði hverju einustu mínútu á EM í Frakklandi þar sem íslenska liðið sló eftirminnilega í gegn. „Þetta var frábært og það sem mestu skipti er að liðinu gekk vel. Við fórum alla leið í 8-liða úrslit, sem var eitthvað sem mann þorði kannski ekki að dreyma um,“ sagði Gylfi. Hann viðurkennir að það hafi verið dálítið erfitt að koma aftur til Swansea eftir EM-ævintýrið. „Það er ekkert auðvelt að fara úr 8-liða úrslitum á EM í botnbaráttu á Englandi en svona er þetta stundum. Þetta hefur verið erfitt ár, í lok síðasta tímabils og byrjun þessa. En vonandi fer okkur að ganga betur og við höldum okkur í deildinni sem er mikilvægt fyrir okkur og fólkið í Swansea,“ sagði Gylfi. En hver er næstu skref hans á ferlinum? „Halda okkur í deildinni, það skiptir mestu máli eins og er. Við verðum að vinna einhverja leiki og safna sem flestum stigum. Persónulega er ég á góðum stað á mínum ferli og er vonandi að nálgast hátind hans. Næstu 2-3 ár verð ég vonandi í úrvalsdeildinni eða í sterkum deildum annars staðar,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson Íþróttamaður ársins 2016. Enski boltinn Fótbolti Fréttir ársins 2016 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi er Íþróttamaður ársins 2016 Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í kvöld kjörinn Íþróttamaður ársins 2016 en niðurstöður úr kosningu Samtaka íþróttafréttamanna voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 20:36 Karlalandsliðið í fótbolta lið ársins Karlalandsliðið í fótbolta var kjörið lið ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörið var tilkynnt í kvöld við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 20:22 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, Íþróttamaður ársins 2016, segir að árið sem nú er senn á enda sé hans besta á ferlinum. Gylfi var í stóru hlutverki, bæði hjá sínu félagsliði, Swansea City, og íslenska landsliðinu sem fór alla leið í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi í sumar. „Persónulega er þetta búið að vera frábært ár,“ sagði Gylfi í samtali við Hauk Harðarson og Eddu Sif Pálsdóttur í beinni útsendingu á RÚV eftir að greint var frá niðurstöðu kjörsins á Íþróttamanni ársins. „Gengi Swansea hefur ekki verið upp á marga fiska en fyrir mig persónulega hefur þetta verið gott ár. EM í Frakklandi stendur upp úr og það er eitthvað sem maður á aldrei eftir að gleyma. Þetta var mjög gott ár og vonandi eru bjartir tímar framundan,“ sagði Gylfi. Landsliðsmaðurinn var einnig valinn Íþróttamaður ársins 2013. En hvaða þýðingu hafa þessi verðlaun fyrir hann? „Þetta er mikill heiður og ég er mjög stoltur af sterku og góðu íþróttaári fyrir Ísland. Ég verð að viðurkenna að það er svolítið sætara að vinna þetta núna í annað sinn,“ sagði Gylfi sem spilaði hverju einustu mínútu á EM í Frakklandi þar sem íslenska liðið sló eftirminnilega í gegn. „Þetta var frábært og það sem mestu skipti er að liðinu gekk vel. Við fórum alla leið í 8-liða úrslit, sem var eitthvað sem mann þorði kannski ekki að dreyma um,“ sagði Gylfi. Hann viðurkennir að það hafi verið dálítið erfitt að koma aftur til Swansea eftir EM-ævintýrið. „Það er ekkert auðvelt að fara úr 8-liða úrslitum á EM í botnbaráttu á Englandi en svona er þetta stundum. Þetta hefur verið erfitt ár, í lok síðasta tímabils og byrjun þessa. En vonandi fer okkur að ganga betur og við höldum okkur í deildinni sem er mikilvægt fyrir okkur og fólkið í Swansea,“ sagði Gylfi. En hver er næstu skref hans á ferlinum? „Halda okkur í deildinni, það skiptir mestu máli eins og er. Við verðum að vinna einhverja leiki og safna sem flestum stigum. Persónulega er ég á góðum stað á mínum ferli og er vonandi að nálgast hátind hans. Næstu 2-3 ár verð ég vonandi í úrvalsdeildinni eða í sterkum deildum annars staðar,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson Íþróttamaður ársins 2016.
Enski boltinn Fótbolti Fréttir ársins 2016 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi er Íþróttamaður ársins 2016 Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í kvöld kjörinn Íþróttamaður ársins 2016 en niðurstöður úr kosningu Samtaka íþróttafréttamanna voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 20:36 Karlalandsliðið í fótbolta lið ársins Karlalandsliðið í fótbolta var kjörið lið ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörið var tilkynnt í kvöld við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 20:22 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
Gylfi er Íþróttamaður ársins 2016 Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í kvöld kjörinn Íþróttamaður ársins 2016 en niðurstöður úr kosningu Samtaka íþróttafréttamanna voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 20:36
Karlalandsliðið í fótbolta lið ársins Karlalandsliðið í fótbolta var kjörið lið ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörið var tilkynnt í kvöld við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 20:22
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti