Gylfi: Mitt besta ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2016 21:01 Gylfi fagnar einu af 14 mörkum sínum í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2016. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson, Íþróttamaður ársins 2016, segir að árið sem nú er senn á enda sé hans besta á ferlinum. Gylfi var í stóru hlutverki, bæði hjá sínu félagsliði, Swansea City, og íslenska landsliðinu sem fór alla leið í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi í sumar. „Persónulega er þetta búið að vera frábært ár,“ sagði Gylfi í samtali við Hauk Harðarson og Eddu Sif Pálsdóttur í beinni útsendingu á RÚV eftir að greint var frá niðurstöðu kjörsins á Íþróttamanni ársins. „Gengi Swansea hefur ekki verið upp á marga fiska en fyrir mig persónulega hefur þetta verið gott ár. EM í Frakklandi stendur upp úr og það er eitthvað sem maður á aldrei eftir að gleyma. Þetta var mjög gott ár og vonandi eru bjartir tímar framundan,“ sagði Gylfi. Landsliðsmaðurinn var einnig valinn Íþróttamaður ársins 2013. En hvaða þýðingu hafa þessi verðlaun fyrir hann? „Þetta er mikill heiður og ég er mjög stoltur af sterku og góðu íþróttaári fyrir Ísland. Ég verð að viðurkenna að það er svolítið sætara að vinna þetta núna í annað sinn,“ sagði Gylfi sem spilaði hverju einustu mínútu á EM í Frakklandi þar sem íslenska liðið sló eftirminnilega í gegn. „Þetta var frábært og það sem mestu skipti er að liðinu gekk vel. Við fórum alla leið í 8-liða úrslit, sem var eitthvað sem mann þorði kannski ekki að dreyma um,“ sagði Gylfi. Hann viðurkennir að það hafi verið dálítið erfitt að koma aftur til Swansea eftir EM-ævintýrið. „Það er ekkert auðvelt að fara úr 8-liða úrslitum á EM í botnbaráttu á Englandi en svona er þetta stundum. Þetta hefur verið erfitt ár, í lok síðasta tímabils og byrjun þessa. En vonandi fer okkur að ganga betur og við höldum okkur í deildinni sem er mikilvægt fyrir okkur og fólkið í Swansea,“ sagði Gylfi. En hver er næstu skref hans á ferlinum? „Halda okkur í deildinni, það skiptir mestu máli eins og er. Við verðum að vinna einhverja leiki og safna sem flestum stigum. Persónulega er ég á góðum stað á mínum ferli og er vonandi að nálgast hátind hans. Næstu 2-3 ár verð ég vonandi í úrvalsdeildinni eða í sterkum deildum annars staðar,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson Íþróttamaður ársins 2016. Enski boltinn Fótbolti Fréttir ársins 2016 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi er Íþróttamaður ársins 2016 Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í kvöld kjörinn Íþróttamaður ársins 2016 en niðurstöður úr kosningu Samtaka íþróttafréttamanna voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 20:36 Karlalandsliðið í fótbolta lið ársins Karlalandsliðið í fótbolta var kjörið lið ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörið var tilkynnt í kvöld við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 20:22 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, Íþróttamaður ársins 2016, segir að árið sem nú er senn á enda sé hans besta á ferlinum. Gylfi var í stóru hlutverki, bæði hjá sínu félagsliði, Swansea City, og íslenska landsliðinu sem fór alla leið í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi í sumar. „Persónulega er þetta búið að vera frábært ár,“ sagði Gylfi í samtali við Hauk Harðarson og Eddu Sif Pálsdóttur í beinni útsendingu á RÚV eftir að greint var frá niðurstöðu kjörsins á Íþróttamanni ársins. „Gengi Swansea hefur ekki verið upp á marga fiska en fyrir mig persónulega hefur þetta verið gott ár. EM í Frakklandi stendur upp úr og það er eitthvað sem maður á aldrei eftir að gleyma. Þetta var mjög gott ár og vonandi eru bjartir tímar framundan,“ sagði Gylfi. Landsliðsmaðurinn var einnig valinn Íþróttamaður ársins 2013. En hvaða þýðingu hafa þessi verðlaun fyrir hann? „Þetta er mikill heiður og ég er mjög stoltur af sterku og góðu íþróttaári fyrir Ísland. Ég verð að viðurkenna að það er svolítið sætara að vinna þetta núna í annað sinn,“ sagði Gylfi sem spilaði hverju einustu mínútu á EM í Frakklandi þar sem íslenska liðið sló eftirminnilega í gegn. „Þetta var frábært og það sem mestu skipti er að liðinu gekk vel. Við fórum alla leið í 8-liða úrslit, sem var eitthvað sem mann þorði kannski ekki að dreyma um,“ sagði Gylfi. Hann viðurkennir að það hafi verið dálítið erfitt að koma aftur til Swansea eftir EM-ævintýrið. „Það er ekkert auðvelt að fara úr 8-liða úrslitum á EM í botnbaráttu á Englandi en svona er þetta stundum. Þetta hefur verið erfitt ár, í lok síðasta tímabils og byrjun þessa. En vonandi fer okkur að ganga betur og við höldum okkur í deildinni sem er mikilvægt fyrir okkur og fólkið í Swansea,“ sagði Gylfi. En hver er næstu skref hans á ferlinum? „Halda okkur í deildinni, það skiptir mestu máli eins og er. Við verðum að vinna einhverja leiki og safna sem flestum stigum. Persónulega er ég á góðum stað á mínum ferli og er vonandi að nálgast hátind hans. Næstu 2-3 ár verð ég vonandi í úrvalsdeildinni eða í sterkum deildum annars staðar,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson Íþróttamaður ársins 2016.
Enski boltinn Fótbolti Fréttir ársins 2016 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi er Íþróttamaður ársins 2016 Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í kvöld kjörinn Íþróttamaður ársins 2016 en niðurstöður úr kosningu Samtaka íþróttafréttamanna voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 20:36 Karlalandsliðið í fótbolta lið ársins Karlalandsliðið í fótbolta var kjörið lið ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörið var tilkynnt í kvöld við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 20:22 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Gylfi er Íþróttamaður ársins 2016 Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í kvöld kjörinn Íþróttamaður ársins 2016 en niðurstöður úr kosningu Samtaka íþróttafréttamanna voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 20:36
Karlalandsliðið í fótbolta lið ársins Karlalandsliðið í fótbolta var kjörið lið ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörið var tilkynnt í kvöld við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 20:22