Erlent

Debbie Reynolds látin

Reynolds er þekktust fyrir hlutverk sitt í söngvamyndinni Singing in the Rain frá árinu 1952 þar sem hún lék á móti Gene Kelly.
Reynolds er þekktust fyrir hlutverk sitt í söngvamyndinni Singing in the Rain frá árinu 1952 þar sem hún lék á móti Gene Kelly. vísir/epa
Bandaríska Hollywoodstjarnan Debbie Reynolds er látin, áttatíu og fjögurra ára að aldri. Reynolds lést af völdum heilablóðfalls aðeins um rúmum sólarhring eftir að dóttir hennar Carrie Fisher var úrskurðuð látin af völdum hjartaslags eftir að hafa legið á spítala í nokkra daga.

Reynolds er þekktust fyrir hlutverk sitt í söngvamyndinni Singing in the Rain frá árinu 1952 þar sem hún lék á móti Gene Kelly.

Dóttir hennar, Carrie Fisher var öllu þekktari, að minnsta kosti hér á landi, en hún fór með hlutverk Leiu Prinsessu í sagnabálkinum Stjörnustríði.

Dauði Fisher er sagður hafa fengið afar mikið á Reynolds en þær voru mjög nánar síðustu árin eftir stormasamt samband þar á undan.


Tengdar fréttir

Þau kvöddu á árinu 2016

Svo virðist sem hver tónlistargoðsögnin á fætur annarri hafi fallið frá á árinu – þeirra á meðal Prince, Leonard Cohen og David Bowie.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×