Erlent

Norska ríkið hættir að borga prestum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Íslenskir prestar eru ríkisstarfsmenn.
Íslenskir prestar eru ríkisstarfsmenn. vísir/gva
Frá og með 1. janúar 2017 verða prestar í Noregi ekki lengur ríkisstarfsmenn. Þeir fá þá laun frá kirkjunni en ekki ríkinu. Þetta fyrirkomulag hefur valdið óánægju meðal nokkurra presta sem hafa sagt starfi sínu lausu.

Breytingar á sambandi norsku þjóðkirkjunnar og ríkisins hófust 2012 og á þeim að vera lokið 2020 þegar ný reglugerð um kirkjuna á að taka gildi. Norska kirkjan fær enn fé frá ríkinu en á pólitískum vettvangi eru vangaveltur um hvort starfsemina eigi eingöngu að fjármagna með gjöldum sóknarbarna.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×