Erlent

Reyndu að kveikja í heimilislausum manni í Berlín

Atli ísleifsson skrifar
Hinir grunuðu eru á aldrinum fimmtán til 21 árs, og rannsakar lögregla málið sem tilraun til manndráps.
Hinir grunuðu eru á aldrinum fimmtán til 21 árs, og rannsakar lögregla málið sem tilraun til manndráps. Vísir/Getty
Lögregla í Berlín yfirheyrir nú sjö menn sem grunaðir eru um að hafa reynt að kveikja í heimilislausum manni á neðanjarðarlestarstöð í þýsku höfuðborginni á aðfangadag.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að sex hinna grunuðu hafi gefið sig fram við lögreglu í gærkvöldi eftir að lögregla birti myndir úr eftirlitsmyndavélum af hinum grunuðu.

Lögregla handtók síðar sjöunda manninn, en sá er talinn vera höfuðpaurinn.

Hinir grunuðu eru allir á aldrinum fimmtán 21 árs, og rannsakar lögregla málið sem tilraun til manndráps.

Deutsche Welle greinir frá því að hinn 37 ára heimilislausi maður hafi verið sofandi á Schönleinstrasse stöðinni í suðurhluta borgarinnar þegar mennirnir köstuðu brennandi hlut í manninn þar sem hann lá sofandi.

Aðrir vegfarendur og lestarstjóri notuðust við slökkvitæki til að bjarga manninum, sem slapp að mestu við brunasár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×