Erlent

Flugriti rússnesku vélarinnar fundinn

Atli Ísleifsson skrifar
Þjóðarsorg var lýst yfir í Rússlandi vegna slyssins í gær.
Þjóðarsorg var lýst yfir í Rússlandi vegna slyssins í gær. Vísir/AFP
Flugriti rússnesku herflugvélarinnar sem fórst með 92 manns um borð þegar hún hrapaði í Svartahaf á sunnudag er fundinn. Frá þessu greinir fréttastofan Tass.

Vonast er til að í honum verði hægt að nálgast upplýsingar sem skýri af hverju vélin fórst.

Flugvélin var af gerðinni Tupolev 154 og er búið að aflýsa öllu flugi þar sem notast átti við þessa gerð flugvéla, þar til að fyrir liggur hvað olli slysinu.

Flugritinn fannst snemma í morgun og verður nú sendur til rússnesku höfuðborgarinnar Moskvu til rannsóknar.

Brak úr vélinni hafði þegar fundist en um borð voru hermenn og tónlistarmenn úr Aleksandrov-kórnum, kór Rauða hersins, sem átti að koma fram fyrir rússneska hermenn í Sýrlandi.

Þjóðarsorg var lýst yfir í Rússlandi vegna slyssins í gær. Ellefu lík eru þegar fundin en talið er að flest þeirra séu um borð í farþegarými vélarinnar.

Vélin var á leið frá rússnesku borginni Sochi við Svartahaf til Sýrlands, og segja talsmenn rússneskra yfirvalda ekki gruna að um hryðjuverk hafi verið að ræða.


Tengdar fréttir

Hryðjuverk ekki talin orsök flugslyssins yfir Svartahafi

Þúsundir leituðu farþega rússneskrar herflugvélar sem hrapaði í Svartahaf. Allir farþegarnir 92 eru taldir af. Þjóðarsorg var lýst yfir í gær. Flugritarnir ekki enn fundnir. Flugvélin var af gerðinni Tupolev-154 og voru hermenn, tónlista




Fleiri fréttir

Sjá meira


×