Erlent

George Michael einsamall þegar hann lést

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fadi Fawaz og George Michael.
Fadi Fawaz og George Michael. Vísir/Getty
Kærasti tónlistarmannsins George Michael, sem lést að morgni jóladags, segir engan hafa verið hjá honum þegar andlátið bar að.

Fadi Fawaz, kærasti söngvarns til fimm ára, segir í samtali við Telegraph að hann hafi komið að George á heimili hans í Oxfordskíri en þeir höfðu haft í hyggju að verja deginum saman.

„Við vorum á leið í jólahádegisverð. Ég fór heim til George til að vekja hann en þá var hann látinn, lá friðsæll á rúmi sínu. Við vitum ekki enn hvað gerðist,“ segir Fawaz.

Sjá einnig: George Michael látinn

„Allt hafði verið frekar flókið að undanförnu en við hlökkuðum til jólanna. Nú er hins vegar allt ónýtt,“ sagði hann ennfremur.

Hann vonast til þess að fólk muni minnast George Michaels „eins og hann var - fallegur einstaklingur.“

Eins og Vísir hefur áður greint frá var banamein söngvarans hjartastopp. Heimildir breskra fjölmiðla herma að George Michael hafi lengi verið að kljást við heróínfíkn og að neysla hans hafi færst í aukana á liðnu ári.

Bresku miðlarnir vilja rekja hjartastoppið til neyslunnar. Því er þó ekki hægt að slá föstu á þessari stundu.

 

 


Tengdar fréttir

Hjartabilun dánarorsök George Michael

Hjartabilun var dánarorsök breska söngvarans George Michael en hann lést í gær, jóladag, langt fyrir aldur fram, aðeins 53 ára að aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×