Viðskipti innlent

Vilja aðskilja þrifin frá virðisaukanum

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Það kostar um 50 milljónir á mánuði að leigja Egilshöll.
Það kostar um 50 milljónir á mánuði að leigja Egilshöll. vísir/gva
Reginn fasteignafélag hefur óskað eftir því við Reykjavíkurborg að gerður verði viðauki við gildandi leigusamning um Egilshöll. Tilefni erindisins er úthýsing félagsins á rekstrar- og stoðþjónustu Egilshallar til ISS Íslands ehf., því sú þjónusta ber virðisaukaskatt.

Viðaukanum verður skipt upp í annars vegar endurgjald vegna þrifa, ræstinga og snjómoksturs og hins vegar leigu og aðra fasteignaumsjón. Sá hluti, sem er vegna þrifa, ræstinga og snjómoksturs, bæri virðisaukaskatt, sem gæfi þá félaginu möguleika á að jafna þeim skatti á móti eigin skattgreiðslum.

Dæmi um hvernig leigan verður innheimt, samkvæmt bréfi borgarlögmanns til borgarráðs, er að leiga fyrir maímánuð er nú um 50 milljónir króna auk virðisaukaskatts en verður innheimt þannig að rúmar 47 milljónir verða innheimtar sem grunnleiga og án virðisaukaskatts en afgangurinn, tæpar þrjár milljónir verða innheimtar með virðisaukaskatti. Leggur borgarlögmaður til að viðaukinn verði samþykktur. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×