Viðskipti innlent

Megind sektað sökum gleymsku

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Megind ehf. þarf að greiða 250 þúsund krónur í sekt eftir að fyrirtækið gerði Fjármálaeftirlitinu ekki viðvart um eignarhlutur félagsins í rekstrarfélaginu Summu fór yfir 50 prósent. Sátt náðist um sektina.
Megind ehf. þarf að greiða 250 þúsund krónur í sekt eftir að fyrirtækið gerði Fjármálaeftirlitinu ekki viðvart um eignarhlutur félagsins í rekstrarfélaginu Summu fór yfir 50 prósent. Sátt náðist um sektina. vísir/Vilhelm
Megind ehf. þarf að greiða 250 þúsund krónur í sekt eftir að fyrirtækið gerði Fjármálaeftirlitinu ekki viðvart um eignarhlutur félagsins í rekstrarfélaginu Summu fór yfir 50 prósent. Sátt náðist um sektina.

Í mars keypti Megind ehf. 26 prósenta hlut í Summu en átti fyrir 49 prósenta hlut í félaginu. Með því fór félagið yfir 50 prósent þröskuldinn og bar því að tilkynna Fjármálaeftirlitinu um kaupin fyrir fram. Það var ekki gert.

Með hliðsjón af umfangi brotsins, atvikum máls að öðru leiti og í ljósi þess að málinu var lokið með sátt við upphaf athuganar þótti sektin hæfilega ákveðin 250 þúsund.

Summa hefur verið í eigu Megindar og Íslandsbanka. Félagið býður viðskiptavinum sínum meðal annars upp á sjóðastýringu, eignastýringu og áhættustýringu. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×