Innlent

Alelda rúta við Hótel Kötlu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Páll sagði að rútan hefði orðið alelda á nokkrum mínútum.
Páll sagði að rútan hefði orðið alelda á nokkrum mínútum. Páll Jökull Pétursson
Eldur kom upp í rútu sem stóð við Hótel Kötlu í Mýrdal á sjötta tímanum í kvöld. Í samtali við fréttastofu RÚV segir Ágúst Freyr Bjartmarsson varaslökkviliðsstjóri í Vík að rútan hafi staðið úti á plani og vindar verið hagstæðir þannig að eldur barst ekki í nærliggjandi hús. 

Í samtali við Vísi segir Páll Jökull Pétursson, gestur á Hótel Kötlu, að rútan hafi orðið alelda á örfáum mínútum. Enginn farangur hafi verið í rútunni þegar eldurinn kom upp og rútan mannlaus. Slökkviliðið hafi mætt fljótlega á staðinn og ráðið niðurlögum eldsins. 

Ekki er vitað að svo stöddu hvernig eldurinn kom upp í rútunni.

Páll Jökull Pétursson
Páll Jökull Pétursson
Páll Jökull Pétursson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×