Enski boltinn

Pochettino býst ekki við miklum hreyfingum í janúar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pochettino verður vel með á nótunum í lok janúar.
Pochettino verður vel með á nótunum í lok janúar. vísir/getty
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að ef liðið muni styrkja sig í janúar-glugganum muni það gerast seint í glugganum.

Tottenham fór mikið á markaðnum síðasta sumar, en þeir eyddu í kringum 70 milljónir punda í Moussa Sissoko, Victor Wanyama, Vincent Janssen og Georges-Kevin Nkoudou.

Sissoko var keyptur á lokadegi gluggans í sumar á 30 milljónir punda frá Newcastle, en Pochettino segir að ef eitthvað gerist muni það gerast seint í glugganum.

„Kannski síðasta daginn, kannski. Þetta er eins og áður. Það er erfitt fyrir öll félögin að styrkja liðin sín í janúar. Ég býst ekki við miklum hreyfingum," sagði Pochettino.

„Ég er ánægður með hópinn. Það er erfitt fyrir liðið að leyfa góðum leikmönnum að fara þegar hálft tímabilið er eftir."

„Ef það koma upp einhverjar sérstakar ástæður, þá þurfum við kannski að vera opnir, en það verður erfitt að styrkja liðið á þeim tíma," sagði Pochettino.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×