Innlent

Lokuð inni á bensínstöð í Breiðholti um jólin

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglunni í nótt.
Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglunni í nótt. vísir/Ernir
Rétt eftir miðnætti í nótt var ung kona í annarlegu ástandi handtekin á bensínstöð í Breiðholti. Að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafði konan líklega verið lokuð inni á bensínstöðinni frá því að stöðinni var lokað á aðfangadag. Var konan kærð fyrir húsbrot og þjófnað og vistuð í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins.

Rétt fyrir eitt var svo maður handtekinn við veitingahús á Laugaveginum. Var maðurinn ölvaður og hafði verið til vandræða. Hann neitaði að segja til nafns og var vistaður í fangageymslu þar til ástand hans lagast.

Um klukkan hálftvö var svo ungur maður handtekinn í annarlegu ástandi í Breiðholti. Var hann vistaður í fangageymslu þar til ástand hans lagast.

Þá voru fimm teknir í gærkvöldi og nótt af lögreglu vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×