Innlent

Tveir af hverjum þremur ætla að borða hangikjöt

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Tveir af hverjum þremur Íslendingum hyggjast gæða sér á hangikjöti í aðalrétt á jóladag, samkvæmt nýrri könnun MMR. Hangikjöt hefur verið langvinsælasti réttur Íslendinga á jóladag um árabil, en vinsældir hangikjöts mælast þó ívið lægri í ár samanborið við síðasta ár.

Alls sögðust 67,9 prósent svarenda ætla að borða hangikjöt á jóladag, en 72 prósent í fyrra. Munurinn er þó naumlega innan vikmarka.

Þeir sem styðja Framsóknarflokkinn eru sem fyrr helstu stuðningsmenn hangikjötshefðarinnar, en 80 prósent þeirra sem styðja Framsókn sögðust líklegast ætla að borða hangikjöt sem aðalrétt á jóladag.

Þá er eldri kynslóðin líkegri en sú yngsta til að borða hangikjöt. 79 prósent þeirra sem eru eldri en 68 ára ætla a ðborða hangikjöt en 58 prósent fólks á aldrinum 18 til 29 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×