Hjálmar: Samgöngukerfið ekki til að koma „þessum járnhylkjum sem heita bílar á milli staða“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. desember 2016 09:09 Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir hugmyndir um að fjölga mislægum gatnamótum í borginni ekki eiga eftir að leysa neinn vanda, miklu heldur færa vandann annað. Hann vill frekar leggja áherslu á að bæta almenningssamgöngur og segir mikilvægt að fækka bílum í umferðinni. „Ef við gerum fleiri og fleiri mislæg gatnamót, sem eru gríðarlega kostnaðarsöm – erum að tala um marga milljarða, þá þarf maður í fyrsta lagi að spyrja: Og hvað svo? Hvað þegar bílarnir koma að næstu gatnamótum? Þarf ekki að gera mislæg gatnamót þar líka?“ sagði Hjálmar í Bítinu í morgun.Ekki lausnin að fjölga akreinum Hjálmar segir vegakerfið í borginni afar illa nýtt, það sjáist best á morgnanna og síðdegis. „Maður þarf ekki annað en að sjá umferðina á morgnanna. [...] Þar sést að akreinarnar sem fara í vestur, þær eru þrjár eða fjórar, eru troðfullar. Ekki einn einasti bíll á austurleið. Það sýnir í fyrsta lagi hversu illa þetta vegakerfi er nýtt,“ segir hann. Lausnin sé því ekki sú að fjölga akreinum. „Reynsla annarra borga sýnir það að ef þú bætir sífellt við nýjum akreinum að þá fyllast þær bara eftir svona fimm ár. Við þurfum að taka mark á þeirri reynslu. Þetta er ekki okkar uppfinning. Þannig er þetta bara.“Breyta þurfi ferðavenjum Hann segir að möguleg lausn sé að breyta ferðavenjum einhvers hluta borgarbúa þannig að þeir annars vegar nýti sér almenningssamgöngur og hins vegar að fólk leggi af stað í og úr vinnu á öðrum tíma dags en aðrir. „Fyrirtæki geti til dæmis umbunað starfsmönnum sínum og sagt: Ef þið komið hálftíma fyrr þá losnið þið við umferðina og getið þá hætt hálftíma fyrr. Það er hægt að gera alls skyns slíkar aðferðir sem eru ekki mjög kostnaðarsamar.“ Hjálmar tók fram að of margir bílar væru í umferðinni, sem skapi mengun og önnur vandamál. Því þurfi að fækka þeim en að það eigi að vera hægt með bættum almenningssamgöngum. „Til hvers höfum við samgöngukerfi? Það er til að koma fólki og vörum á milli staða. Það er ekki til þess að koma þessum járnhylkjum sem heita bílar á milli staða.“ Mest lesið Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Sjá meira
Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir hugmyndir um að fjölga mislægum gatnamótum í borginni ekki eiga eftir að leysa neinn vanda, miklu heldur færa vandann annað. Hann vill frekar leggja áherslu á að bæta almenningssamgöngur og segir mikilvægt að fækka bílum í umferðinni. „Ef við gerum fleiri og fleiri mislæg gatnamót, sem eru gríðarlega kostnaðarsöm – erum að tala um marga milljarða, þá þarf maður í fyrsta lagi að spyrja: Og hvað svo? Hvað þegar bílarnir koma að næstu gatnamótum? Þarf ekki að gera mislæg gatnamót þar líka?“ sagði Hjálmar í Bítinu í morgun.Ekki lausnin að fjölga akreinum Hjálmar segir vegakerfið í borginni afar illa nýtt, það sjáist best á morgnanna og síðdegis. „Maður þarf ekki annað en að sjá umferðina á morgnanna. [...] Þar sést að akreinarnar sem fara í vestur, þær eru þrjár eða fjórar, eru troðfullar. Ekki einn einasti bíll á austurleið. Það sýnir í fyrsta lagi hversu illa þetta vegakerfi er nýtt,“ segir hann. Lausnin sé því ekki sú að fjölga akreinum. „Reynsla annarra borga sýnir það að ef þú bætir sífellt við nýjum akreinum að þá fyllast þær bara eftir svona fimm ár. Við þurfum að taka mark á þeirri reynslu. Þetta er ekki okkar uppfinning. Þannig er þetta bara.“Breyta þurfi ferðavenjum Hann segir að möguleg lausn sé að breyta ferðavenjum einhvers hluta borgarbúa þannig að þeir annars vegar nýti sér almenningssamgöngur og hins vegar að fólk leggi af stað í og úr vinnu á öðrum tíma dags en aðrir. „Fyrirtæki geti til dæmis umbunað starfsmönnum sínum og sagt: Ef þið komið hálftíma fyrr þá losnið þið við umferðina og getið þá hætt hálftíma fyrr. Það er hægt að gera alls skyns slíkar aðferðir sem eru ekki mjög kostnaðarsamar.“ Hjálmar tók fram að of margir bílar væru í umferðinni, sem skapi mengun og önnur vandamál. Því þurfi að fækka þeim en að það eigi að vera hægt með bættum almenningssamgöngum. „Til hvers höfum við samgöngukerfi? Það er til að koma fólki og vörum á milli staða. Það er ekki til þess að koma þessum járnhylkjum sem heita bílar á milli staða.“
Mest lesið Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Sjá meira