Innlent

Selja aukapoka fyrir jólasorpið

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Sorpið eykst í desember.
Sorpið eykst í desember. vísir/Anton Brink
„Unnið verður stíft fram að jólum og milli jóla og nýárs við að losa tunnur í Reykjavík og mikilvægt að greiða götu starfsfólks við sorphirðustörf með snjómokstri og hálkuvörnum ef svo ber undir,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

„Aðgengi að tunnum hefur verið gott í desember og er sorphirða á áætlun en nú er útlit fyrir snjókomu næstu daga. Ganga þarf vel frá tunnum á þessum árstíma og gæta þess að umframúrgangur um hátíðirnar tefji ekki fyrir hirðu,“ segir í tilkynningunni. Fólk er hvatt til að flokka sorp eins og mögulegt er. „Einnig að setja allt tilfallandi umframsorp sem ekki rúmast í gráu tunnunni í sérmerkta poka sem hægt er að kaupa hjá N1-stöðvum í Reykjavík og í Þjónustuveri Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12-14.“ 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×