Innlent

Grunur um íkveikju við Grensásveg

Sunna Karen Sigurþórs´dottir skrifar
Slökkviliðsmenn að störfum. Myndin er úr safni.
Slökkviliðsmenn að störfum. Myndin er úr safni. Vísir/Ernir
Grunur leikur á að upptök eldsvoðans við Grensásveg á þriðjudag megi rekja til íkveikju. Ekki er þó útilokað að um sjálfsíkveikju hafi verið að ræða en rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Eldurinn kom upp í kjallara gistiheimilis við Grensásveg en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekkert rafmagn í kjallaranum. Niðurstaða tæknideildar sé því sú að annað hvort sé um íkveikju eða sjálfíkveikju að ræða en lögregla hyggst ræða við húsráðanda og aðra hlutaðeigandi á næstu dögum.

Hátt í þrjátíu manns voru á gistiheimilinu þegar eldurinn kom upp, laust fyrir klukkan tvö aðfaranótt þriðjudags. Mikinn svartan reyk lagði frá húsnæðinu og var allt tiltækt slökkvilið kallað út. Gistiheimilið var rýmt og kallað var eftir strætisvagni til þess að hýsa fólkið auk þess sem liðmenn Rauða krossins mættu til að aðstoða það. Einn leitaði á slysadeild en engan sakaði alvarlega. Gestir fengu svo að snúa aftur til síns heima þegar slökkviliðið hafði reykræst.

Tjónið er óverulegt, að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×