Innlent

Ungt fólk ólíklegra til að gæða sér á skötu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Samkvæmt nýrri könnun MMR ætla um 36% Íslendinga að borða skötu á Þorláksmessu í ár.
Samkvæmt nýrri könnun MMR ætla um 36% Íslendinga að borða skötu á Þorláksmessu í ár. Vísir/Valgarður
Samkvæmt nýrri könnun MMR ætla um 36 prósent Íslendinga að borða skötu á Þorláksmessu í ár. Þá ætla 48 prósent íbúa landsbyggðarinnar að borða skötu, samanborið við 29 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Yngra fólk er ólíklegra til að segjast ætla að borða skötu en eldra fólk. Hjá aldurshópnum 18-29 ára sögðust 20 prósent ætla að borða skötu á Þorláksmessu, samanborið við 56 prósent í aldurshópnum 68 ára og eldri.

Þá er stuðningsfólk Pírata ólíklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að gæða sér á skötu. Aðeins 22 prósent þeirra sem segjast styðja Pírata ætla sér að snæða skötu. Vinsælust er skata meðal stuðningsfólk Samfylkingarinnar en 51 prósent þeirra segist ætla að borða skötu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×