Innlent

Valahnúk lokað vegna stórrar sprungu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Sprungan er talin hættuleg.
Sprungan er talin hættuleg. mynd/eggert sólberg jónsson
Lokað hefur verið fyrir umferð um Valahnúk á Reykjanesi vegna stórrar sprungu sem þar hefur myndast. Óttast er að hún eigi eftir að stækka og að hrynja muni úr hnúknum. Víkurfréttir greindu fyrst frá.

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að sprungan hafi gliðnað og því sé hún talin hættuleg. Viðvörun hafi þar af leiðandi verið send út en ekki er vitað hversu lengi lokunin mun vara.

Valahnúkur er nokkuð vinsæll áfangastaður ferðafólks, nær allt árið um kring.

Meðfylgjandi myndir af sprungunni tók Eggert Sólberg Jónsson.

Lokað hefur verið fyrir umferð.mynd/eggert sólberg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×