Innlent

Könnun MMR: Flestir munu gæða sér á ham­borgar­hrygg

Atli Ísleifsson skrifar
Helmingur svarenda borðar hamborgarahrygg á aðfangadegi jóla.
Helmingur svarenda borðar hamborgarahrygg á aðfangadegi jóla.
Hamborgarhryggur er enn sem áður algengasti aðalrétturinn á aðfangadagskvöldi meðal Íslendinga. Tæplega helmingur Íslendinga, 46,4 prósent, hyggst gæða sér á hamborgarhrygg næstkomandi laugardag.

Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR.

Í frétt MMR segir að vinsældir hamborgarhryggsins dali milli ára en af þeim sem tóku afstöðu sögðust nú 46,4 prósent ætla að borða hamborgarhrygg á aðfangadag samanborið við 49,8 prósent í fyrra.

„9,6% sögðust ætla að borða lambakjöt (annað en hangikjöt), 8,0% sögðust ætla að borða rjúpur, 9,6% sögðust ætla að borða kalkún, 4,4% sögðust ætla að borða svínakjöt (annað en hamborgarhrygg) og 21,9% sögðust ætla að borða eitthvað,“ en nánar má lesa um könnunina í frétt MMR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×