Viðskipti innlent

Þórdís Jóna nýr stjórnarformaður Kosmos & Kaos

Atli Ísleifsson skrifar
Þórdís Jóna Sigurðardóttir.
Þórdís Jóna Sigurðardóttir. Mynd/Kosmos & Kaos
Þórdís Jóna Sigurðardóttir hefur tekið við sem stjórnarformaður vefhönnunarfyrirtækisins Kosmos & Kaos.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Þórdís hafi víðtæka reynslu úr atvinnulíifnu og hafi setið í stjórnum margra fyrirtækja bæði hér á landi sem og erlendis. Hún er með MBA-gráðu frá Vlerick Business School, er stjórnarformaður Hjallastefnunnar og kennari við Háskólann í Reykjavík.

Þórdís Jóna segist hafa unnið með Kosmos og Kaos og heillast af þeim krafti og orku sem býr í starfsólkinu. „Kosmos og Kaos er ungt fyrirtæki sem er að gera spennandi hluti á nýjan og áhugaverðan hátt. Ég hlakka því mikið til að taka þátt í uppbyggingastarfi fyrirtækisins á komandi árum,“ er haft eftir Þórdísi Jónu.

Guðmundur Bjarni Sigurðsson, hönnunarstjóri og eigandi fyrirtækisins, segir frábært að fá svona reynslumikla konu úr viðtskiptalífinu inn í stjórnendahóp fyrirtækisins. „Þórdís er með stórt hjarta sem passar sannarlega vel inn í þá menningu sem ríkir hér hjá Kosmos og Kaos. Það er mikill fengur í Þórdísi fyrir okkur.”






Fleiri fréttir

Sjá meira


×