Viðskipti innlent

Múlakaffi hagnast um 35 milljónir

Sæunn Gísladóttir skrifar
Jóhannes Stefánsson í Múlakaffi.
Jóhannes Stefánsson í Múlakaffi. Vísir/Stefán
Hagnaður Múlakaffis og dótturfélaga þess nam 35,2 milljónum króna árið 2015, en nam 62,9 milljónum króna árið áður.

Meginstarfsemi Múlakaffis og dótturfélaganna, GJ veitinga ehf., KH veitinga ehf. og T veitinga ehf., felst í mötuneytis- og veitingarekstri ásamt veisluþjónustu. Dótturfélagið Kvörnin ehf. er fasteignafélag.

Í árslok námu eignir samstæðunnar 870 milljónum króna og eigið fé 287 milljónum. Fjöldi ársverka á árinu 2015 var um 140.

Í árslok átti einn aðili, Jóhannes Stefánsson, allt hlutafé félagsins. Hann var jafnframt framkvæmdastjóri í árslok. Greiddur verður út arður að fjárhæð 50 milljónir vegna rekstrarársins 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×