Viðskipti innlent

Endur­nýjar gjald­miðla­skipta­samning við Seðla­banka Kína

Atli Ísleifsson skrifar
Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. Vísir/Andri Marinó
Seðlabanki Kína og Seðlabanki Íslands hafa endurnýjað gjaldmiðlaskiptasamning sinn. Upphaflegi skiptasamningurinn var gerður árið 2010 og endurnýjaður 2013.

Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að tilgangur samningsins sé að efla viðskipti á milli landanna og styðja við beina fjárfestingu, ásamt því að efla fjármálaleg tengsl. 

„Samningurinn felur í sér viðbúnað til að tryggja greiðsluflæði á milli landanna. Fjárhæð samningsins er 57 milljarðar króna eða 3,5 milljarðar kínverskra júana. Samningurinn gildir í þrjú ár og er endurnýjanlegur að þeim tíma liðnum,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×