Innlent

Pökkum pakkað fyrir þá sem þurfa

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Laufey Erla Sófusdóttir fór framarlega í flokki sjálfboðaliða hjá Hjálpræðishernum sem voru að pakka inn jólagjöfum fyrir þá sem þurfa er  Fréttablaðið bar að garði í gær.
Laufey Erla Sófusdóttir fór framarlega í flokki sjálfboðaliða hjá Hjálpræðishernum sem voru að pakka inn jólagjöfum fyrir þá sem þurfa er Fréttablaðið bar að garði í gær. vísir/stefán
Hjálpræðisherinn var á fullu að pakka gjöfum fyrir jólamatinn sem verður í Ráðhúsinu á aðfangadag. Alls var búið að pakka 107 pökkum fyrir konur og 101 fyrir karla og barnapakkarnir voru eftir.

„Í ár vorum við heppinn því við fengum góðan styrk. Oftast höfum við þurft að kaupa vörur en í ár vorum við lánsám og fengum fjögur bretti af vörum sem koma sér vonandi vel,“ sögðu glaðir sjálfboðaliðar.

Þegar Fréttablaðið bar að garði var Laufey Erla Sófusdóttir að pakka inn gjöfum. Herinn fór með yfir 100 pakka á Litla-Hraun og Hólmsheiði um helgina og ræddu við fanga. Ef fyrirtæki vilja styrkja Hjálpræðisherinn þá er flipi á forsíðu heimasíðunnar, herinn.is með leiðbeiningum.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.

Sjálfboðaliðarnir Margrét Sveinsdóttir, Laufey Erla og Margrét Ester Erludóttir.vísir/stefán



Fleiri fréttir

Sjá meira


×