Fótbolti

Jesus valdi City vegna Pep en ekki peninga

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gabriel Jesus hefur átt gott ár og byrjar nýtt í Manchester.
Gabriel Jesus hefur átt gott ár og byrjar nýtt í Manchester. vísir/getty
Brasilíska ungstirnið Gabriel Jesus flaug til Manchester í dag þar sem næsti kafli í hans ferli hefst eftir áramót þegar hann hefur leik með Manchester City.

Jesus er einn allra efnilegasti leikmaður heims, en þessi 19 ára gamli framherji varð meistari með Palmeiras á tímabilinu. Hann var kjörinn besti leikmaður brasilísku úrvalsdeildarinnar og þá varð hann Ólympíumeistari með Brasilíu í sumar.

Hann játar því að áhuginn á sér var mikill í sumar en í viðtali við fótboltaritið Four Four Two segir Jesus frá því hvers vegna hann valdi Manchester City frekar en önnur lið.

„Það var mikill áhugi á mér. Það er rétt, en ég vil ekki nefna nein félög á nafn,“ segir Jesus.

„Ég, fjölskyldan mín og umboðsmaðurinn minn fórum yfir þetta og tókum ákvörðun um að ég færi til City. Þessi ákvörðun var ekki tekin með peninga í huga. Við íhuguðum marga hluti en ég er hrifinn af þessu verkefni hjá City og er ánægður með ákvörðunina.“

„Ég get ekki neitað því að vinna með Guardiola hjálpaði mér með ákvörðunina. Hann er frábær stjóri, einn sá besti í heimi. Ég veit ekki lýst því hversu stoltur ég er vegna hlutanna sem hann hefur sagt um mig. Ég er líklega stoltastur af því hvernig hann talar um minn leikstíl,“ segir Gabriel Jesus.

Manchester aí vou eu ! #javolto #domingoestoudevolta

A photo posted by Gabriel Jesus Oficial (@dejesusoficial) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×