Innlent

Björgunarsveitir aðstoða fólk sem situr fast í bílum uppi á heiðum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Strætisvagninn lenti í vandræðum á Hellisheiði í dag en myndin er frá því þegar vagn fór út af á heiðinni fyrr í vetur.
Strætisvagninn lenti í vandræðum á Hellisheiði í dag en myndin er frá því þegar vagn fór út af á heiðinni fyrr í vetur. Vísir/Kristófer
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út nú á fimmta tímanum til að aðstoða ökumenn á Mosfellsheiði, Hellisheiði og Þrengslum. Vegagerðin hefur nú lokað þessum vegum vegna veðurs, hálku og þæfings.

Í Hveradalabrekku eru fjórar bílar út af vegi. Ekki hafa orðið þar slys á fólki og er unnið að því að aðstoða alla niður af heiðinni. Þá mun strætisvagn hafa lent í vandræðum vestar á heiðinni.

 

Björgunarsveitafólk er á leið að upp á Mosfellsheiði, austan Kjósarskarðs, til að aðstoða þar sem smárúta valt á fimmta tímanum. Enginn er alvarlega slasaður en einhverjir farþegar með minniháttar áverka.

Þá hefur björgunarsveitafólk einnig verið kallað út til að aðstoða ökumenn sem hafa fest bíla sína í þæfingi á Hellisheiði og Þrengslum en þar hafa bílar einnig fokið útaf, líkt og á Mosfellsheiði.

 

Auk þess hefur eitthvað verið um foktjón í Reykjavík sem björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til að sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×