Viðskipti innlent

Vaxtamunur gæti minnkað

Hafliði Helgason skrifar
Ef rétt verður haldið á spilunum mun vaxtastig lækka og vaxtamunur minnka milli Íslands og annarra landa á komandi árum.
Ef rétt verður haldið á spilunum mun vaxtastig lækka og vaxtamunur minnka milli Íslands og annarra landa á komandi árum. Vísir/Stefán
Ef rétt verður haldið á spilunum mun vaxtastig lækka og vaxtamunur minnka milli Íslands og annarra landa á komandi árum. Þetta kemur fram í skuldabréfayfirliti Capacent.

Capacent spáði lækkun vaxta Seðlabankans í síðasta yfirliti sínu og reyndist hafa rétt fyrir sér í þeim efnum. Í bréfinu segir að mikið hafi verið rætt um ógagnsæi peningastefnu Seðlabankans. Þar segir að þurfi að hafa í huga að aðhaldsstig sé ekki meitlað í stein og eðlilegt að peningastefnan sé í sífelldri endurskoðun. Þá sé peningastefnunefnd fjölskipuð og ekki óeðlilegt að kosning þar sé ekki rússnesk. Þá er einnig á það bent að staðan sé óvenjuleg í íslensku hagkerfi og því þurfi að fara ótroðnar slóðir í peningastefnu.

„Hækkandi aldur þjóðarinnar, þróaðra fjármála- og atvinnulíf ætti að leiða til lækkandi vaxtastigs á Íslandi á næstu árum. Lykilforsenda fyrir því að slíkt sé hægt er skynsöm [svo] stjórn ríkisfjármála og peningamála. Ef svo er ekki, er viðbúið að gengisfellingar, hátt vaxtastig og verðbólga muni fylgja Íslendingum líkt og rigningin og skammdegið,“ segir í yfirliti Capacent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×