Innlent

Fjölskylduhjálp rænd um helgina

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Frá húsakynnum Fjölskylduhjálpar.
Frá húsakynnum Fjölskylduhjálpar. vísir/ernir
Síðastliðinn laugardag barst Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning um að verið væri að stela fatnaði í verslun Fjölskylduhjálpar í Keflavík.

Þegar lögreglan kom á vettvang hitti hún fyrir meinta gerendur, erlent par sem var með barn í barnavagni. 

Starfsmenn fjölskylduhjálpar höfðu stöðvað parið þegar það var komið á planið fyrir utan verslunina og fengið leyfi til að leita í barnavagninum. Þar fannst töluvert af fatnaði sem parið hafði ekki greitt fyrir. Auk þess var annað þeirra klætt fatnaði úr versluninni sem hafði heldur ekki verið greitt fyrir. 

Að lokinni upplýsingatöku var fólkið frjálst ferða sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×