Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. desember 2016 14:45 Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. Vísir Jim Ratcliffe, breski auðkýfingurinn sem fest hefur kaup á meirihluta jarðarinnar á Grímsstöðum á Fjöllum, er forstjóri Ineos Chemical Group, fyrirtækis sem hyggst hefja setsundrun (e. fracking) í Bretlandi á næstu árum. Ögmundur Jónasson, fyrrum innanríkisráðherra, gagnrýnir söluna harðlega. Vísir greindi frá kaupunum í gær og var þá sagt að Ratcliffe væri mikill áhugamaður um verndun laxastofna og hefði unnið að henni víðs vegar um heim. Hann hafði áður fest kaup á þremur jörðum í Vopnafirði þar sem eru miklar laxveiðiár en kaupin á Grímsstöðum eru sögð mikilvægur þáttur í að vernda villta laxastofna við Atlantshaf.Sjá einnig: Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“Í setsundrun er vatni, sandi og efnum ýtt ofan í jörðina með miklum þrýstingi til að ná náttúrulegu gasi. Jarðskjálftar hafa verið raktir til þessa þegar umfram vatni er dælt aftur ofan í jörðina. Ekkert fyrirtæki hefur stundað setsundrun frá 2011 þegar aukin jarðskjálftatíðni i Norðvestur Englandi var rakin til setsundrunar Cuadrilla Resources. Sluppu með skrekkinnÖgmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, hafnaði beiðni Huang Nubo um að veitt yrði undanþága frá lögum vegna kaupa á hlut í jörðinni á Grímsstöðum árið 2011. Ögmundur segir að eignarhaldsfélag Nubos hefði ekki uppfyllt lög um afnot og eignarrétt. Hefði ráðuneytið fallist á ósk hans yrði það að samþykkja allar umsóknir utan EES í kjölfarið. Ögmundur fer yfir söluna á Grímsstöðum í færslu á heimasíðu sinni. Hann segir söluna vera vitnisburð um vesaldóm stjórnvalda. Þar rifjar hann upp kauptilraun Nubo og segir Íslendinga hafa sloppið með skrekkinn á sínum tíma. „Það þekkja þeir sem beittu sér í þeirri viðureign að ekki var við auðkýfinginn einan að glíma heldur ekki síður við þá Íslendinga sem reiðubúnir voru til landsölunnar ef græða mætti á henni! Á þessum tíma varð mér oft hugsað til þess hve auðvelt er að missa landið úr greipum okkar. Sú hugsun kemur nú að nýju upp í hugann,“ skrifar Ögmundur. „Á sínum tíma fór allt vel að lokum. En nú er semsagt kominn nýr auðkýfingur til sögunnar. Hann er Breti sem áður segir og því borgari á hinu Evrópska Efnahagssæði, EES. Hann stendur fyrir bragðið betur að vígi en sá kínverski og getur auk þess þakkað eftirmanni mínum í embætti innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, að láta það verða eitt sitt fyrsta verk í embætti að nema úr gildi reglugerð sem ég hafði sett til að reisa girðingar gegn því að eignarhald á landi færi án skilyrða til EES borgara.“Vesaldómur íslenskra stjórnvalda Hann segir kaup Ratcliffe vera stærra mál en það virðist við fyrstu sýn og að koma þurfi í veg fyrir að stór landsvæði safnist á hendur fárra auðmanna. „Kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum hefði verið til marks um skilning á slíkum sjónarmiðum og virðingarvottur við allt það fólk sem beðið hefur stjórnvöld að taka tillit til slíkra viðhorfa. Í stað þess sitjum við nú uppi með órækan vitnisburð um vesaldóm íslenskra stjórnvalda.“ Tengdar fréttir Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Jim Ratcliffe, breski auðkýfingurinn sem fest hefur kaup á meirihluta jarðarinnar á Grímsstöðum á Fjöllum, er forstjóri Ineos Chemical Group, fyrirtækis sem hyggst hefja setsundrun (e. fracking) í Bretlandi á næstu árum. Ögmundur Jónasson, fyrrum innanríkisráðherra, gagnrýnir söluna harðlega. Vísir greindi frá kaupunum í gær og var þá sagt að Ratcliffe væri mikill áhugamaður um verndun laxastofna og hefði unnið að henni víðs vegar um heim. Hann hafði áður fest kaup á þremur jörðum í Vopnafirði þar sem eru miklar laxveiðiár en kaupin á Grímsstöðum eru sögð mikilvægur þáttur í að vernda villta laxastofna við Atlantshaf.Sjá einnig: Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“Í setsundrun er vatni, sandi og efnum ýtt ofan í jörðina með miklum þrýstingi til að ná náttúrulegu gasi. Jarðskjálftar hafa verið raktir til þessa þegar umfram vatni er dælt aftur ofan í jörðina. Ekkert fyrirtæki hefur stundað setsundrun frá 2011 þegar aukin jarðskjálftatíðni i Norðvestur Englandi var rakin til setsundrunar Cuadrilla Resources. Sluppu með skrekkinnÖgmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, hafnaði beiðni Huang Nubo um að veitt yrði undanþága frá lögum vegna kaupa á hlut í jörðinni á Grímsstöðum árið 2011. Ögmundur segir að eignarhaldsfélag Nubos hefði ekki uppfyllt lög um afnot og eignarrétt. Hefði ráðuneytið fallist á ósk hans yrði það að samþykkja allar umsóknir utan EES í kjölfarið. Ögmundur fer yfir söluna á Grímsstöðum í færslu á heimasíðu sinni. Hann segir söluna vera vitnisburð um vesaldóm stjórnvalda. Þar rifjar hann upp kauptilraun Nubo og segir Íslendinga hafa sloppið með skrekkinn á sínum tíma. „Það þekkja þeir sem beittu sér í þeirri viðureign að ekki var við auðkýfinginn einan að glíma heldur ekki síður við þá Íslendinga sem reiðubúnir voru til landsölunnar ef græða mætti á henni! Á þessum tíma varð mér oft hugsað til þess hve auðvelt er að missa landið úr greipum okkar. Sú hugsun kemur nú að nýju upp í hugann,“ skrifar Ögmundur. „Á sínum tíma fór allt vel að lokum. En nú er semsagt kominn nýr auðkýfingur til sögunnar. Hann er Breti sem áður segir og því borgari á hinu Evrópska Efnahagssæði, EES. Hann stendur fyrir bragðið betur að vígi en sá kínverski og getur auk þess þakkað eftirmanni mínum í embætti innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, að láta það verða eitt sitt fyrsta verk í embætti að nema úr gildi reglugerð sem ég hafði sett til að reisa girðingar gegn því að eignarhald á landi færi án skilyrða til EES borgara.“Vesaldómur íslenskra stjórnvalda Hann segir kaup Ratcliffe vera stærra mál en það virðist við fyrstu sýn og að koma þurfi í veg fyrir að stór landsvæði safnist á hendur fárra auðmanna. „Kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum hefði verið til marks um skilning á slíkum sjónarmiðum og virðingarvottur við allt það fólk sem beðið hefur stjórnvöld að taka tillit til slíkra viðhorfa. Í stað þess sitjum við nú uppi með órækan vitnisburð um vesaldóm íslenskra stjórnvalda.“
Tengdar fréttir Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53