Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. desember 2016 14:45 Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. Vísir Jim Ratcliffe, breski auðkýfingurinn sem fest hefur kaup á meirihluta jarðarinnar á Grímsstöðum á Fjöllum, er forstjóri Ineos Chemical Group, fyrirtækis sem hyggst hefja setsundrun (e. fracking) í Bretlandi á næstu árum. Ögmundur Jónasson, fyrrum innanríkisráðherra, gagnrýnir söluna harðlega. Vísir greindi frá kaupunum í gær og var þá sagt að Ratcliffe væri mikill áhugamaður um verndun laxastofna og hefði unnið að henni víðs vegar um heim. Hann hafði áður fest kaup á þremur jörðum í Vopnafirði þar sem eru miklar laxveiðiár en kaupin á Grímsstöðum eru sögð mikilvægur þáttur í að vernda villta laxastofna við Atlantshaf.Sjá einnig: Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“Í setsundrun er vatni, sandi og efnum ýtt ofan í jörðina með miklum þrýstingi til að ná náttúrulegu gasi. Jarðskjálftar hafa verið raktir til þessa þegar umfram vatni er dælt aftur ofan í jörðina. Ekkert fyrirtæki hefur stundað setsundrun frá 2011 þegar aukin jarðskjálftatíðni i Norðvestur Englandi var rakin til setsundrunar Cuadrilla Resources. Sluppu með skrekkinnÖgmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, hafnaði beiðni Huang Nubo um að veitt yrði undanþága frá lögum vegna kaupa á hlut í jörðinni á Grímsstöðum árið 2011. Ögmundur segir að eignarhaldsfélag Nubos hefði ekki uppfyllt lög um afnot og eignarrétt. Hefði ráðuneytið fallist á ósk hans yrði það að samþykkja allar umsóknir utan EES í kjölfarið. Ögmundur fer yfir söluna á Grímsstöðum í færslu á heimasíðu sinni. Hann segir söluna vera vitnisburð um vesaldóm stjórnvalda. Þar rifjar hann upp kauptilraun Nubo og segir Íslendinga hafa sloppið með skrekkinn á sínum tíma. „Það þekkja þeir sem beittu sér í þeirri viðureign að ekki var við auðkýfinginn einan að glíma heldur ekki síður við þá Íslendinga sem reiðubúnir voru til landsölunnar ef græða mætti á henni! Á þessum tíma varð mér oft hugsað til þess hve auðvelt er að missa landið úr greipum okkar. Sú hugsun kemur nú að nýju upp í hugann,“ skrifar Ögmundur. „Á sínum tíma fór allt vel að lokum. En nú er semsagt kominn nýr auðkýfingur til sögunnar. Hann er Breti sem áður segir og því borgari á hinu Evrópska Efnahagssæði, EES. Hann stendur fyrir bragðið betur að vígi en sá kínverski og getur auk þess þakkað eftirmanni mínum í embætti innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, að láta það verða eitt sitt fyrsta verk í embætti að nema úr gildi reglugerð sem ég hafði sett til að reisa girðingar gegn því að eignarhald á landi færi án skilyrða til EES borgara.“Vesaldómur íslenskra stjórnvalda Hann segir kaup Ratcliffe vera stærra mál en það virðist við fyrstu sýn og að koma þurfi í veg fyrir að stór landsvæði safnist á hendur fárra auðmanna. „Kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum hefði verið til marks um skilning á slíkum sjónarmiðum og virðingarvottur við allt það fólk sem beðið hefur stjórnvöld að taka tillit til slíkra viðhorfa. Í stað þess sitjum við nú uppi með órækan vitnisburð um vesaldóm íslenskra stjórnvalda.“ Tengdar fréttir Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Jim Ratcliffe, breski auðkýfingurinn sem fest hefur kaup á meirihluta jarðarinnar á Grímsstöðum á Fjöllum, er forstjóri Ineos Chemical Group, fyrirtækis sem hyggst hefja setsundrun (e. fracking) í Bretlandi á næstu árum. Ögmundur Jónasson, fyrrum innanríkisráðherra, gagnrýnir söluna harðlega. Vísir greindi frá kaupunum í gær og var þá sagt að Ratcliffe væri mikill áhugamaður um verndun laxastofna og hefði unnið að henni víðs vegar um heim. Hann hafði áður fest kaup á þremur jörðum í Vopnafirði þar sem eru miklar laxveiðiár en kaupin á Grímsstöðum eru sögð mikilvægur þáttur í að vernda villta laxastofna við Atlantshaf.Sjá einnig: Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“Í setsundrun er vatni, sandi og efnum ýtt ofan í jörðina með miklum þrýstingi til að ná náttúrulegu gasi. Jarðskjálftar hafa verið raktir til þessa þegar umfram vatni er dælt aftur ofan í jörðina. Ekkert fyrirtæki hefur stundað setsundrun frá 2011 þegar aukin jarðskjálftatíðni i Norðvestur Englandi var rakin til setsundrunar Cuadrilla Resources. Sluppu með skrekkinnÖgmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, hafnaði beiðni Huang Nubo um að veitt yrði undanþága frá lögum vegna kaupa á hlut í jörðinni á Grímsstöðum árið 2011. Ögmundur segir að eignarhaldsfélag Nubos hefði ekki uppfyllt lög um afnot og eignarrétt. Hefði ráðuneytið fallist á ósk hans yrði það að samþykkja allar umsóknir utan EES í kjölfarið. Ögmundur fer yfir söluna á Grímsstöðum í færslu á heimasíðu sinni. Hann segir söluna vera vitnisburð um vesaldóm stjórnvalda. Þar rifjar hann upp kauptilraun Nubo og segir Íslendinga hafa sloppið með skrekkinn á sínum tíma. „Það þekkja þeir sem beittu sér í þeirri viðureign að ekki var við auðkýfinginn einan að glíma heldur ekki síður við þá Íslendinga sem reiðubúnir voru til landsölunnar ef græða mætti á henni! Á þessum tíma varð mér oft hugsað til þess hve auðvelt er að missa landið úr greipum okkar. Sú hugsun kemur nú að nýju upp í hugann,“ skrifar Ögmundur. „Á sínum tíma fór allt vel að lokum. En nú er semsagt kominn nýr auðkýfingur til sögunnar. Hann er Breti sem áður segir og því borgari á hinu Evrópska Efnahagssæði, EES. Hann stendur fyrir bragðið betur að vígi en sá kínverski og getur auk þess þakkað eftirmanni mínum í embætti innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, að láta það verða eitt sitt fyrsta verk í embætti að nema úr gildi reglugerð sem ég hafði sett til að reisa girðingar gegn því að eignarhald á landi færi án skilyrða til EES borgara.“Vesaldómur íslenskra stjórnvalda Hann segir kaup Ratcliffe vera stærra mál en það virðist við fyrstu sýn og að koma þurfi í veg fyrir að stór landsvæði safnist á hendur fárra auðmanna. „Kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum hefði verið til marks um skilning á slíkum sjónarmiðum og virðingarvottur við allt það fólk sem beðið hefur stjórnvöld að taka tillit til slíkra viðhorfa. Í stað þess sitjum við nú uppi með órækan vitnisburð um vesaldóm íslenskra stjórnvalda.“
Tengdar fréttir Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent