Viðskipti innlent

Dýrara að senda bréf innan Íslands en frá Svíþjóð

Sæunn Gísladóttir skrifar
Dýrara er að senda 50 gramma jólakort innan Íslands en frá Svíþjóð til Íslands.
Dýrara er að senda 50 gramma jólakort innan Íslands en frá Svíþjóð til Íslands. Vísir/Arnþór
Dýrara getur reynst að senda jólakort innanlands heldur en frá Svíþjóð til Íslands. Samkvæmt upplýsingum á vef Póstsins kostar 0-50 gramma bréf í A-pósti 175 krónur en 160 krónur í B-Pósti. Til samanburðar kostar 0-50 gramma bréf í A-flokki frá Svíþjóð með PostNord til ríkja innan Evrópu 13 sænskar krónur, jafnvirði 158 íslenskra kóna á núverandi gengi.

A-pósti er dreift næsta virka dag eftir póstlagningu á Íslandi en B-pósti er dreift innan þriggja virkra daga eftir póstlagningu.

Á Íslandi kostar 51-100 gramma bréf 180 krónur með A-pósti innlands. Það er tiltölulega dýrara að senda það frá Svíþjóð til Íslands en það kostar 26 sænskar krónur eða rúmlega 300 krónur.

Ef maður vill senda bréf frá Íslandi til Svíþjóðar sem er undir 50 grömmum kostar A-póstur 225 krónur og B-póstur 200 krónur og er því nokkuð dýrara en að senda það frá Svíþjóð til landsins. Sé pósturinn 51 til 100 grömm kostar A-póstur 340 krónur og B-póstur 300 krónur og er það svipað og frá Svíþjóð til Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×