Fótbolti

Lars sendi landsliðsstrákunum jólakveðju

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lars Lagerbäck sló á létta strengi á fundinum.
Lars Lagerbäck sló á létta strengi á fundinum. Vísir/Vilhelm
Lars Lagerbäck sendi leikmönnum karlalandsliðsins í knattspyrnu kveðju í pósti í lok árs og þakkaði þeim fyrir samstarfið. Þetta upplýsti landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson í spjalli við Eddu Andrésdóttur í Kryddsíldinni á Stöð 2 í dag.

Hannes sagði að Lars hefði látið vel valin orð falla í kveðjunni til leikmanna en fór ekki nánar út í orð þess sænska til strákanna sinna. 

Rifjuð voru upp orð Heimis Hallgrímssonar úr viðtalinu við Hörð Magnússon á Stöð 2 Sport á dögunum þar sem fram kom að hann væri sannfærður um að strákarnir kæmust á HM í Rússlandi 2018. Hannes Þór, Kári Árnason og Arnór Ingvi Traustason sögðust sömuleiðis vera bjartsýnir á það.

Þá tók Kári undir orð Heimis að árið 2017 yrði enn betra knattspyrnuár en 2016.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×