Erlent

Þrjátíu látnir eftir sprengjuárásir

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Að minnsta kosti tuttugu og átta eru látnir og fimmtíu særðir eftir tvær sprengjuárásir í miðborg Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst ódæðinu á hendur sér.

Sprengjurnar sprungu á fjölförnum markaði í al-Sinak hverfinu, en í öðru tilfellinu var um sjálfsvígsárás að ræða. Liðsmenn vígasamtakanna sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þeir segjast bera ábyrgð á árásunum.

Árásir í Bagdad eru tíðar, þá einna helst í hverfum Shia-múslima. Stærstu árásirnar sem gerðar hafa verið á þessu ári var í nóvember annars vegar þegar 77 manns létust eftir að vörubíll var sprengdur í loft upp, og hins vegar í árás á verslunarmiðstöð en þar létust 281. ISIS lýstu báðum árásum á hendur sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×