Fótbolti

Skiptir út ítalska draumnum fyrir kínverska gullið

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Belgíski landsliðsmaðurinn Alex Witsel hefur ákveðið að hafna tilboði Juventus og að taka gylliboði úr kínversku deildinni þess í stað.

Witsel var hársbreidd frá því að semja við Juventus í sumar en hægagangur forráðamanna Zenith gerði það að verkum að félagsskiptin gengu ekki í gegn.

Voru öll formsatriði komin á hreint og Witsel búinn að gangast undir læknisskoðun en hann var æfur út í forráðamenn rússneska félagsins eftir að félagsskiptin gengu ekki upp. Beið hann í þrettán tíma upp á hótelherbergi á Ítalíu til einskis.

Sagðist hann þá ætla að semja við Juventus í janúar þegar aðeins sex mánuðir væru eftir af samningi hans en nú er annar tónn í honum.

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Shanghai SIPG og Tianjin Quanjian hafi lagt fram tilboð upp á 20 milljónir evra með myndarlegum launapakka fyrir Witsel.

Hefur hann ákveðið líkt og nokkrir aðrir fótboltamenn að taka þátt í gullgrafaraæðinu og semja við lið í Kína þess í stað.

Er þetta aðeins nokkrum dögum eftir að Carlos Tevez og Oscar urðu tveir af launahæstu leikmönnum heims þegar þeir sömdu við lið í Kína.


Tengdar fréttir

Oscar búinn að tryggja sér Kínagullið

Oscar er orðinn leikmaður kínverska liðsins Shanghai SIPG en félagið hefur staðfest að það hafi náð samkomulagi við Chelsea um kaup á leikmanninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×