Erlent

Krufning á líki George Michael sögð ófullnægjandi

Atli Ísleifsson skrifar
George Michael varð 53 ára gamall.
George Michael varð 53 ára gamall. Vísir/Getty
Lögregla í Bretlandi segir að krufning á líki söngvarans George Michael hafi verið „ófullnægjandi“. Söngvarinn lést á heimili sínu í Oxfordskíri á jóladag, 53 ára að aldri.

Lögregla í Thames-dal segir í yfirlýsingu að frekari rannsóknir verði nú gerðar til að skera úr um hvað dró George Michael til dauða.

Í frétt BBC segir að ekki sé talið að niðurstöður muni liggja fyrir fyrr en að nokkrum vikum liðnum.

Andlát söngvarans er enn óútskýrt, en ekki er talið að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað.

Michael Lippman, umboðsmaður George Michael, hefur áður sagt að skjólstæðingur sinn hafi látist af völdum hjartabilunar.


Tengdar fréttir

Hjartabilun dánarorsök George Michael

Hjartabilun var dánarorsök breska söngvarans George Michael en hann lést í gær, jóladag, langt fyrir aldur fram, aðeins 53 ára að aldri.

Rennt yfir feril George Michael

Þær sorgarfregnir bárust á jóladag að tónlistarmaðurinn George Michael væri fallinn frá, 53 ára að aldri. Michael snerti við mörgum með tónlist sinni og afrekaði mikið á ævi sinni. Því er ekki úr vegi að stikla á stóru og rifja upp feril þessa magnaða tónlistarmanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×