Erlent

Eins árs gömul sænsk stúlka lést eftir fall af svölum á Kanarí

Atli Ísleifsson skrifar
Talið er að stúlkan hafi fallið fimm til átta metra. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Talið er að stúlkan hafi fallið fimm til átta metra. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Eins árs gömul sænsk stúlka lést eftir að hafa fallið af svölum á Kanaríeyjum í gærkvöldi. Talsmaður sænska utanríkisráðuneytisins staðfestir þetta í samtali við þar sænska fjölmiðla.

SVT greinir frá því að stúlkan hafi fallið fimm til átta metra.

Upplýsingafulltrúi ferðaskrifstofunnar Vings segir í samtali við fréttastofuna TT að slysið hafi orðið á hótelinu Sunwing resort í Argineguin um klukkan 18:45 að staðartíma í gær.

Gestur á hótelinu segir að stúlkan hafi fallið tvær hæðir niður og lent á bárujárnsþaki.

Að sögn talsmanns ferðaskrifstofunnar standast svalirnar á hótelinu allar öryggiskröfur spænskra yfirvalda. Ekki sé talið að um brot hafi verið að ræða en að lögregla sé með málið til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×