Gestgjafar Póllands unnu glæsilegan sigur á heims, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakklands, 31-25, í lokaleik A-riðils á Evrópumótinu í handbolta í kvöld.
Bæði lið voru komin áfram fyrir leikinn en hann var úrslitaleikur um hvort liðið færi með fjögur stig eða fullt hús í milliriðil eitt.
Pólverjar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12, og náðu mest sex marka forskoti í seinni hálfleik, 20-14.
Frakkarnir gáfust ekki upp og minnkuðu muninn en Pólverjarnir héldu Evrópumeisturunum alltaf nógu langt frá sér og innbyrtu glæsilegan sigur.
Pólska liðið er gífurlega sterkt og með heimavöllinn með sér, en því er af mörgum spekingum spáð Evrópumeistaratitlinum.
Stórskyttan Karol Bielecki var markahæst hjá Póllandi með níu mörk en hjá Frökkum skoruðu Kentin Mahe og Luc Abalo fimm mörk hvor.
Þar með er ljóst hvaða lið spila í milliriðli eitt, en það eru Pólland (4 stig), Noregur (4 stig), Króatía (2 stig), Frakkland (2 stig), Hvíta-Rússland (0 stig), Makedónía (0 stig).
Pólland vann meistarana og fer með fullt hús í milliriðilinn
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti




Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn


Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íslenski boltinn

