Erlent

Ekki færri morð í Noregi frá árinu 1990

Atli Ísleifsson skrifar
Hnífur var algengasta morðvopnið og var notað í tíu tilvikum.
Hnífur var algengasta morðvopnið og var notað í tíu tilvikum. Vísir/Getty
23 morð voru framin í Noregi á nýliðnu ári og hefur fjöldinn ekki verið lægri frá árinu 1990 þegar skráningar hófust.

Í yfirliti lögreglunnar í Noregi segir að flest morðin hafi verið framin á heimili fórnarlambsins eða árásarmannsins og í tuttugu tilvikum hafi fórnarlambið þekkt árásarmanninn.

Í tölfræði lögreglunnar kemur fram að tíu fórnarlambanna hafi annað hvort verið í eða áður átt í sambandi við árásarmanninn.

Þá segir að hnífur hafi verið algengasta morðvopnið og verið notað í tíu tilvikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×