Erlent

Rannsaka utanríkisráðherra Svíþjóðar vegna ásakana um spillingu

Atli Ísleifsson skrifar
Margot Wallström tók við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar á haustdögum 2014.
Margot Wallström tók við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar á haustdögum 2014. Vísir/AFP
Saksóknari í Svíþjóð hefur ákveðið að hefja forskoðun á því hvort sænski utanríkisráðherrann Margot Wallström hafi gerst sek um spillingu.

Málið snýr að íbúðarleigusamningi sem Wallström gerði við verkalýðsfélagið Kommunal og skal rannsakað hvort að Kommunal og Wallström hafi með honum gerst sek um að veita og þiggja mútur.

Wallström skrifaði undir leigusamninginn þann 18. apríl á síðasta ári, en hafði tekið við embætti utanríkisráðherra Svíþjóðar um hálfu ári fyrr. 

Með samningnum fékk Wallström aðgang að íbúðinni, sem er í Stokkhólmi, vegna stöðu sinnar sem ráðherra.

Sjá einnig:Wallström sökuð um spillingu

Kommunal er stærsta verkalýðsfélag Svíþjóðar og á fleiri íbúðir í miðborg Stokkhólms. Biðtími eftir íbúðunum er langur og er Wallström sökuð um að hafa komist fram fyrir í röðinni í krafti stöðu sinnar sem ráðherra. 

Wallström segist sjálf hafa fengið villandi upplýsingar frá Kommunal. Hún segist ekki hafa áhyggjur af málinu og fagnar rannsókninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×