Ég er hætt Úrsúla Jünemann skrifar 19. janúar 2016 07:00 2015 er það ár þegar við grunnskólakennarar samþykktum einhverja verstu kjarasamninga. Eins og oft áður höfum við afsalað okkur ýmsum réttindum fyrir aðeins hærra kaup. En fjölmiðlar vilja ekki taka þann punkt með í reikninginn. Það er þvert á móti talað um einhverjar „gríðarlegar launahækkanir“ sem kennararnir fengu, sem munu koma launaskriði af stað og ógna öllum stöðugleika. Allt upp í 29% launahækkun hljómar svakalega flott, en prósentuhækkun af lágu kaupi er nú ekki svo mikið. Það sem gerðist undanfarin ár var að kennaranámið var lengt um tvö ár, úr þremur árum í fimm. Og ráðamenn skildu ekkert í því að ekki nokkur maður vildi leggja kennaranámið fyrir sig og þeir fáu sem kláruðu námið hurfu flestir til annarra og betur launaðra starfa. Fimm ára nám fyrir starf undir miklu álagi og kaup sem dugar ekki til að framfleyta fjölskyldu er bara ekki spennandi. Þannig að í nýjum samningum var gert ráð fyrir að gera vel við nýja, unga kennara, kjör þeirra urðu talsvert betri en hefur verið. En hvað varð um kjör eldri kennaranna, kjör þeirra sem hafa kennt lengi og gert sínar skyldur samviskusamlega? Ég sem 60+ upplifi þessa „frábæru samninga“ sem spark í rassinn. Hvers vegna? Þegar maður er orðinn 50 ára þá er ekki svo auðvelt að ráða sig í önnur störf þannig að maður verður að bíta í það súra epli að halda áfram í sínu starfi. Áður en samið var um kaup og kjör í vor fengu eldri kennarar svonefndan aldursafslátt á kennslustundir sem stighækkaði með aldrinum. Þetta þýddi ekki að mönnum leyfðist að vinna minna heldur var kennsluskyldan lækkuð gegn því að vinna önnur störf í staðinn. Þetta gat til dæmis verið ráðgjöf og liðveisla, gerð nýs kennsluefnis, vinna í námskrám, umsjón með kennslugögnum, vinna í nefndum o. fl. Með þessari reglu var eldri kennurum gert kleift að enda sinn starfsferil með sæmd án þess að brenna yfir af álagi og tilkynna sífellt oftar veikindi. Með nýju samningunum var þessi aldursafsláttur strikaður út. Að vísu var mönnum gefinn kostur á að halda í afsláttinn og fá þá ekki umsamda kauphækkun eða afsala sér þessum afslætti gegn því að fá alla umsömdu launahækkunina. Þennan seinni kost varð maður eiginlega að velja í sambandi við væntanlegar greiðslur úr lífeyrissjóðnum við starfslok sem reiknast út frá því kaupi sem maður endar á.Tapaði á samningum Tökum nú dæmi: Ég afsalaði mér aldursafslættinum enda komin nálægt eftirlaunaaldri. Þannig að kennsluskyldan mín hækkaði úr 19 tímum í 26. Það munar um minna! Grunnkaupið mitt hækkaði úr 427.897 upp í 456.260 fyrir skattinn, sem sagt um 28.368 krónur. Fyrir yfirvinnu, t.d. forfallakennslu, eru greiddar rúmlega 4.000 krónur. Þannig að ef ég ynni einungis 8 slíka tíma á mánuði (2 yfirvinnutímar á viku), væri ég komin á betra kaup með 21 kennslustund á viku í staðinn fyrir 26 tíma sem mér var gert að kenna frá því í haust. Ég tapaði þannig greinilega á þessum „frábæru samningum“. Og svo er þetta vinnumat sem kennararnir samþykktu mér alveg óskiljanlegt. Nú skyldu kennarar loksins vinna vinnuna sína! Negla þá niður frá kl. 8.00 til 16.00 alla daga á sínum vinnustað! En það er vitað mál að reynt er að spara og skera niður í skólamálunum í mörgum sveitarfélögum. Í mínum skóla er bæði plássleysi á vinnustofum kennara og lélegur tækjabúnaður. Menn gætu unnið margt í sínu starfi betur heima hjá sér og þá á þeim tíma sem hentar. Svo er það þannig að kennarastarfið er skorpuvinna. Stundum er mikið að gera og þá vinna menn langt fram á kvöld. Stundum væri á móti jafnvel hægt að fara heim beint eftir kennslu. Sveigjanleikinn sem hingað til hefur heillað sérstaklega fjölskyldufólk með ung börn er ekki lengur til staðar. Í nýja vinnumatinu er talin hver einasta mínúta sem menn vinna ákveðin verk. En þarna inni eru ekki allar þær mínútur sem kennari eyðir t.d. í að sinna barni í vanda eða veitir fyrstu hjálp við meiðslum. Þetta kostar oft helminginn af kaffi- eða matartímanum. (Hádegismatartími er ekki inni í vinnumatinu og þannig ekki greiddur.) Í nýja vinnumatinu er ekki heldur lengur greitt fyrir gæslu í frímínútum og mötuneytinu sem var áður fyrr, ekki heldur aukna kennslu á sérstökum dögum. Menn eru einfaldlega skikkaðir til að vinna þetta auka. Vinnumatið var samþykkt með naumum meirihluta og einungis rúmlega helmingur af grunnskólakennurum greiddi atkvæði. Hversu marktækar eru þessar kosningar? Og af hverju kusu svo margir kennarar ekki? Nú vakna menn upp við vondan draum og klóra sér í kollinum. Almenn óánægja heyrist víða. En ég er hætt, ákvað það strax í sumar. Svona læt ég ekki fara með mig! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
2015 er það ár þegar við grunnskólakennarar samþykktum einhverja verstu kjarasamninga. Eins og oft áður höfum við afsalað okkur ýmsum réttindum fyrir aðeins hærra kaup. En fjölmiðlar vilja ekki taka þann punkt með í reikninginn. Það er þvert á móti talað um einhverjar „gríðarlegar launahækkanir“ sem kennararnir fengu, sem munu koma launaskriði af stað og ógna öllum stöðugleika. Allt upp í 29% launahækkun hljómar svakalega flott, en prósentuhækkun af lágu kaupi er nú ekki svo mikið. Það sem gerðist undanfarin ár var að kennaranámið var lengt um tvö ár, úr þremur árum í fimm. Og ráðamenn skildu ekkert í því að ekki nokkur maður vildi leggja kennaranámið fyrir sig og þeir fáu sem kláruðu námið hurfu flestir til annarra og betur launaðra starfa. Fimm ára nám fyrir starf undir miklu álagi og kaup sem dugar ekki til að framfleyta fjölskyldu er bara ekki spennandi. Þannig að í nýjum samningum var gert ráð fyrir að gera vel við nýja, unga kennara, kjör þeirra urðu talsvert betri en hefur verið. En hvað varð um kjör eldri kennaranna, kjör þeirra sem hafa kennt lengi og gert sínar skyldur samviskusamlega? Ég sem 60+ upplifi þessa „frábæru samninga“ sem spark í rassinn. Hvers vegna? Þegar maður er orðinn 50 ára þá er ekki svo auðvelt að ráða sig í önnur störf þannig að maður verður að bíta í það súra epli að halda áfram í sínu starfi. Áður en samið var um kaup og kjör í vor fengu eldri kennarar svonefndan aldursafslátt á kennslustundir sem stighækkaði með aldrinum. Þetta þýddi ekki að mönnum leyfðist að vinna minna heldur var kennsluskyldan lækkuð gegn því að vinna önnur störf í staðinn. Þetta gat til dæmis verið ráðgjöf og liðveisla, gerð nýs kennsluefnis, vinna í námskrám, umsjón með kennslugögnum, vinna í nefndum o. fl. Með þessari reglu var eldri kennurum gert kleift að enda sinn starfsferil með sæmd án þess að brenna yfir af álagi og tilkynna sífellt oftar veikindi. Með nýju samningunum var þessi aldursafsláttur strikaður út. Að vísu var mönnum gefinn kostur á að halda í afsláttinn og fá þá ekki umsamda kauphækkun eða afsala sér þessum afslætti gegn því að fá alla umsömdu launahækkunina. Þennan seinni kost varð maður eiginlega að velja í sambandi við væntanlegar greiðslur úr lífeyrissjóðnum við starfslok sem reiknast út frá því kaupi sem maður endar á.Tapaði á samningum Tökum nú dæmi: Ég afsalaði mér aldursafslættinum enda komin nálægt eftirlaunaaldri. Þannig að kennsluskyldan mín hækkaði úr 19 tímum í 26. Það munar um minna! Grunnkaupið mitt hækkaði úr 427.897 upp í 456.260 fyrir skattinn, sem sagt um 28.368 krónur. Fyrir yfirvinnu, t.d. forfallakennslu, eru greiddar rúmlega 4.000 krónur. Þannig að ef ég ynni einungis 8 slíka tíma á mánuði (2 yfirvinnutímar á viku), væri ég komin á betra kaup með 21 kennslustund á viku í staðinn fyrir 26 tíma sem mér var gert að kenna frá því í haust. Ég tapaði þannig greinilega á þessum „frábæru samningum“. Og svo er þetta vinnumat sem kennararnir samþykktu mér alveg óskiljanlegt. Nú skyldu kennarar loksins vinna vinnuna sína! Negla þá niður frá kl. 8.00 til 16.00 alla daga á sínum vinnustað! En það er vitað mál að reynt er að spara og skera niður í skólamálunum í mörgum sveitarfélögum. Í mínum skóla er bæði plássleysi á vinnustofum kennara og lélegur tækjabúnaður. Menn gætu unnið margt í sínu starfi betur heima hjá sér og þá á þeim tíma sem hentar. Svo er það þannig að kennarastarfið er skorpuvinna. Stundum er mikið að gera og þá vinna menn langt fram á kvöld. Stundum væri á móti jafnvel hægt að fara heim beint eftir kennslu. Sveigjanleikinn sem hingað til hefur heillað sérstaklega fjölskyldufólk með ung börn er ekki lengur til staðar. Í nýja vinnumatinu er talin hver einasta mínúta sem menn vinna ákveðin verk. En þarna inni eru ekki allar þær mínútur sem kennari eyðir t.d. í að sinna barni í vanda eða veitir fyrstu hjálp við meiðslum. Þetta kostar oft helminginn af kaffi- eða matartímanum. (Hádegismatartími er ekki inni í vinnumatinu og þannig ekki greiddur.) Í nýja vinnumatinu er ekki heldur lengur greitt fyrir gæslu í frímínútum og mötuneytinu sem var áður fyrr, ekki heldur aukna kennslu á sérstökum dögum. Menn eru einfaldlega skikkaðir til að vinna þetta auka. Vinnumatið var samþykkt með naumum meirihluta og einungis rúmlega helmingur af grunnskólakennurum greiddi atkvæði. Hversu marktækar eru þessar kosningar? Og af hverju kusu svo margir kennarar ekki? Nú vakna menn upp við vondan draum og klóra sér í kollinum. Almenn óánægja heyrist víða. En ég er hætt, ákvað það strax í sumar. Svona læt ég ekki fara með mig!
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar