Kári: Vissum alltaf hvar Ronaldo var Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2016 22:19 Kári í leiknum í kvöld. vísir/getty Kári Árnason, miðvörður Íslands, var ánægður með stig gegn Portúgal í leik liðanna á EM i Frakklandi. Kári hrósaði sérstaklega Hannesi Þór Halldórssyni, markverði, en hann átti afbragðs leik. „Þetta var helvíti erfiður fyrri hálfleikur. Þeir fengu færi til að skora, en Hannes bjargaði okkur í skallanum hjá Nani. Hannes var frábær í dag, ég ætla bara að taka það fram," sagði Kári við fjölmiðlamenn. „Í síðari hálfleik vorum við bara með þetta undir control. Þeir voru ekkert að hóta okkur, en þetta eru frábærir leikmenn og allt það." Mark Íslands í upphafi síðari hálfleiks virtist slá Portúgalana aðeins út af laginu. „Við sögðum fyrir leikinn að við ætluðum að halda okkur við okkar fótbolta þrátt fyrir að þeir myndu skora, en ekki að fara elta leikinn og fá þá annað í bakið." „Við héldum okkur við það plan og skoruðum snemma í síðari hálfleik. Við hefðum alveg getað stolið þessu." Kári og Ragnar náðu mjög vel saman í miðri vörninni og menn eins og Cristiano Ronaldo sáust ekki löngum tímum saman. „Eins og við höfum sýnt þá er það hægara sagt en gert að skora á móti okkur. Þetta var ódýrt mark sem við fengum á okkur og þeir komust upp auðveldlega hægra megin hjá sér." „Ég veit ekki hvort það hafi verið rétt ákvörðun hjá mér að hlaupa út, en mér finnst eins og ég varð að gera. Þetta var "split-second" ákvörðun og ég held að ég geti komið í veg fyrir fyrirgjöfina." „Þar af leiðandi skil ég einn eftir inn í teiginn og við náum ekki færslunni yfir. Þetta er svona tappinn. Fyrir utan það og skallann þá er þetta fáir sénsar sem við fáum á okkur." Hvernig fannst Kára ganga að hemja stórstjörnuna, Ronaldo, í kvöld? „Við erum nátturlega með frábært samstarf ég og Raggi. Við tölum mikið saman og við vissum allan tímann hvar hann var. Hann er nátturlega stórhættulegur inn í teig, en það var komið í veg fyrir flesta krossa og við dekkuðum hann svo bara í teignum," sagði Kári að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Sjá meira
Kári Árnason, miðvörður Íslands, var ánægður með stig gegn Portúgal í leik liðanna á EM i Frakklandi. Kári hrósaði sérstaklega Hannesi Þór Halldórssyni, markverði, en hann átti afbragðs leik. „Þetta var helvíti erfiður fyrri hálfleikur. Þeir fengu færi til að skora, en Hannes bjargaði okkur í skallanum hjá Nani. Hannes var frábær í dag, ég ætla bara að taka það fram," sagði Kári við fjölmiðlamenn. „Í síðari hálfleik vorum við bara með þetta undir control. Þeir voru ekkert að hóta okkur, en þetta eru frábærir leikmenn og allt það." Mark Íslands í upphafi síðari hálfleiks virtist slá Portúgalana aðeins út af laginu. „Við sögðum fyrir leikinn að við ætluðum að halda okkur við okkar fótbolta þrátt fyrir að þeir myndu skora, en ekki að fara elta leikinn og fá þá annað í bakið." „Við héldum okkur við það plan og skoruðum snemma í síðari hálfleik. Við hefðum alveg getað stolið þessu." Kári og Ragnar náðu mjög vel saman í miðri vörninni og menn eins og Cristiano Ronaldo sáust ekki löngum tímum saman. „Eins og við höfum sýnt þá er það hægara sagt en gert að skora á móti okkur. Þetta var ódýrt mark sem við fengum á okkur og þeir komust upp auðveldlega hægra megin hjá sér." „Ég veit ekki hvort það hafi verið rétt ákvörðun hjá mér að hlaupa út, en mér finnst eins og ég varð að gera. Þetta var "split-second" ákvörðun og ég held að ég geti komið í veg fyrir fyrirgjöfina." „Þar af leiðandi skil ég einn eftir inn í teiginn og við náum ekki færslunni yfir. Þetta er svona tappinn. Fyrir utan það og skallann þá er þetta fáir sénsar sem við fáum á okkur." Hvernig fannst Kára ganga að hemja stórstjörnuna, Ronaldo, í kvöld? „Við erum nátturlega með frábært samstarf ég og Raggi. Við tölum mikið saman og við vissum allan tímann hvar hann var. Hann er nátturlega stórhættulegur inn í teig, en það var komið í veg fyrir flesta krossa og við dekkuðum hann svo bara í teignum," sagði Kári að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Sjá meira
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30