Innlent

Leyfið ekki fellt úr gildi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Vatnsstígur 3.
Vatnsstígur 3. vísir/gva
Leyfi byggingarfulltrúa vegna veitingastaðar á 1. hæð á Vatnsstíg 3 í Reykjavík verður ekki fellt úr gildi.

Hluti eigenda Vatnsstígs 3 kærði leyfið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Bentu þeir á að 70 prósent eignarhluta í húsinu væru íbúðir. „Rekstur veitingastaðar í húsinu sem hafi sameiginlegan inngang muni hafa í för með sér verulega röskun á hagsmunum íbúðareigenda,“ segir úrskurðarnefndin um sjónarmið kærendanna. „Í stað kyrrlátrar verslunarstarfsemi komi veitingastaður án takmarkana með tilheyrandi gestakomum, umgangi, hávaða og sóðaskap.“ Reykjavíkurborg benti á að Vatnsstígur 3 væri á reit þar sem heimilaðir séu veitingastaðir. Ekki yrði gengið inn um sameiginlegan inngang.

Úrskurðarnefndin tók undir með borginni. „Ganga verður út frá þeirri forsendu að eigendur fasteigna geti notað fasteign sína í samræmi við heimildir gildandi skipulags viðkomandi svæðis.“

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×