Hlutabréf lækka út um allan heim Sæunn Gísladóttir skrifar 12. september 2016 13:42 Í kjölfar lokunar hlutabréfamarkaða í Asíu hefur gengi hlutabréfa í Evrópu fallið. vísir/afp Í nótt lækkaði gengi hlutabréfa á hlutabréfamörkuðum í Asíu, í kjölfarið hefur gengi hlutabréfa í Evrópu og Bandaríkjunum lækkað einnig. Í nótt lækkaðu allar stærstu hlutabréfavísitölur í Asíu um í kringum tvö prósent, Nikkei 225 vísitalan í Japan um 1,73 prósent og Shanghai vísitalan um 1,85 prósent. Það sem af er degi hefur FTSE 100 vísitalan í Bretlandi lækkað um 1,6 prósent, DAX vísitalan í Þýskalandi hefur lækkað um 1,8 prósent og Euro Stoxx 50 hefur lækkað um 1,92 prósent. Í Bandaríkjunum hefur Dow Jones vísitalan lækkað um tæplega 0,5 prósent og S&P 500 lækkað um 0,4 prósent. Á Íslandi er þó aðra sögu að segja. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,73 prósent í dag, eitthvað er bæði um hækkanir og lækkanir. Gengi hlutabréfa í Eik hafa lækkað mest eða um 1,43 prósent.Sérfræðingar telja að rekja megi lækkunina til þess að fjárfestar séu að missa trúna á því að seðlabankar geti ýtt undir hagvöxt á sama hátt og þeir hafa verið að gera eftir efnahagskreppuna 2008. Fjárfestar undirbúa sig nú undir það að stýrivextir verði hækkaðir í Bandaríkjunum þann 21. september og að fleiri seðlabankar fara út í frekari aðgerðir til að ýta undir hagvöxt. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Í nótt lækkaði gengi hlutabréfa á hlutabréfamörkuðum í Asíu, í kjölfarið hefur gengi hlutabréfa í Evrópu og Bandaríkjunum lækkað einnig. Í nótt lækkaðu allar stærstu hlutabréfavísitölur í Asíu um í kringum tvö prósent, Nikkei 225 vísitalan í Japan um 1,73 prósent og Shanghai vísitalan um 1,85 prósent. Það sem af er degi hefur FTSE 100 vísitalan í Bretlandi lækkað um 1,6 prósent, DAX vísitalan í Þýskalandi hefur lækkað um 1,8 prósent og Euro Stoxx 50 hefur lækkað um 1,92 prósent. Í Bandaríkjunum hefur Dow Jones vísitalan lækkað um tæplega 0,5 prósent og S&P 500 lækkað um 0,4 prósent. Á Íslandi er þó aðra sögu að segja. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,73 prósent í dag, eitthvað er bæði um hækkanir og lækkanir. Gengi hlutabréfa í Eik hafa lækkað mest eða um 1,43 prósent.Sérfræðingar telja að rekja megi lækkunina til þess að fjárfestar séu að missa trúna á því að seðlabankar geti ýtt undir hagvöxt á sama hátt og þeir hafa verið að gera eftir efnahagskreppuna 2008. Fjárfestar undirbúa sig nú undir það að stýrivextir verði hækkaðir í Bandaríkjunum þann 21. september og að fleiri seðlabankar fara út í frekari aðgerðir til að ýta undir hagvöxt.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira