Fjórar vafasamar ákvarðanir dómarans í Árbænum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2016 11:00 Pétur Guðmundsson, dómari leiks Fylkis og Ólsara í Pepsi-deild karla í fótbolta í gær, átti ekki góðan dag en nýliðarnir úr Ólafsvík voru mjög ósáttir við frammistöðu hans. Pétur gaf Fylkismönnm vítaspyrnu í seinni hálfleik þegar Sito féll í teignum við litla snertingu. „Þetta er mjög soft,“ sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi. Ólsarar vildu fá víti hinum megin þegar Pape Mamadou Faye var felldur innan teigs. Pétur dómari sá brotið og dæmdi á það en færði það út fyrir teiginn. „Þetta er klárlega fyrir innan þó hann detti út úr teignum. Þetta hefur verið saga Ólsarana að undanförnu. Þeir hafa ekki fengið þessar ákvarðanir með sér,“ sagði Hjörvar en skömmu síðar fékk Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði Fylkis, boltann í höndina innan teigs en aftur sluppu heimamenn. „Þetta er engin spurning. Hann er í frábærri stöðu til að sjá þetta en metur þetta kannski sem svo að það sé ekki ásetningur í þessu,“ sagði Hjörvar. Fylkismenn fengu svo aðra vítaspyrnu í uppbótartíma þegar Emir Dokara braut á Víði Þorvarðarsyni. Ekki bara virðist snertingin ekki mikil heldur þá virðist brotið eiga sér stað fyrir utan teig. „Ég ætla ekki að ræða þetta, þetta er orðið fyndið,“ sagði Ejub Purisevic, þjálfari Ólsara, svekktur eftir leikinn. „Ég hef reynt einu sinni eða tvisvar að benda á og það varð allt vitlaust. Ég er sorgmæddur en ætla ekki að ræða þessi mál.“ Alla umræðuna úr Pepsi-mörkunum má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna upp á nýtt | Myndbönd Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna á ný með 2-1 sigri á Víking Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag en með sigrinum náðu Fylkismenn að galopna fallbaráttuna upp á nýtt. 11. september 2016 20:21 Hermann: Mér er drullusama "Þetta eru frábær þrjú stig, lífsnauðsynlega. Við vitum það allir og vissum fyrir leikinn,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis eftir 2-1 sigurinn á Víkingi Ólafsvík í kvöld. 11. september 2016 20:10 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Víkingur Ó. 2-1 | Fylkir opnaði fallbaráttuna upp á gátt Fylkir galopnaði fallbaráttuna með 2-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld á heimavelli. 11. september 2016 20:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Pétur Guðmundsson, dómari leiks Fylkis og Ólsara í Pepsi-deild karla í fótbolta í gær, átti ekki góðan dag en nýliðarnir úr Ólafsvík voru mjög ósáttir við frammistöðu hans. Pétur gaf Fylkismönnm vítaspyrnu í seinni hálfleik þegar Sito féll í teignum við litla snertingu. „Þetta er mjög soft,“ sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi. Ólsarar vildu fá víti hinum megin þegar Pape Mamadou Faye var felldur innan teigs. Pétur dómari sá brotið og dæmdi á það en færði það út fyrir teiginn. „Þetta er klárlega fyrir innan þó hann detti út úr teignum. Þetta hefur verið saga Ólsarana að undanförnu. Þeir hafa ekki fengið þessar ákvarðanir með sér,“ sagði Hjörvar en skömmu síðar fékk Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði Fylkis, boltann í höndina innan teigs en aftur sluppu heimamenn. „Þetta er engin spurning. Hann er í frábærri stöðu til að sjá þetta en metur þetta kannski sem svo að það sé ekki ásetningur í þessu,“ sagði Hjörvar. Fylkismenn fengu svo aðra vítaspyrnu í uppbótartíma þegar Emir Dokara braut á Víði Þorvarðarsyni. Ekki bara virðist snertingin ekki mikil heldur þá virðist brotið eiga sér stað fyrir utan teig. „Ég ætla ekki að ræða þetta, þetta er orðið fyndið,“ sagði Ejub Purisevic, þjálfari Ólsara, svekktur eftir leikinn. „Ég hef reynt einu sinni eða tvisvar að benda á og það varð allt vitlaust. Ég er sorgmæddur en ætla ekki að ræða þessi mál.“ Alla umræðuna úr Pepsi-mörkunum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna upp á nýtt | Myndbönd Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna á ný með 2-1 sigri á Víking Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag en með sigrinum náðu Fylkismenn að galopna fallbaráttuna upp á nýtt. 11. september 2016 20:21 Hermann: Mér er drullusama "Þetta eru frábær þrjú stig, lífsnauðsynlega. Við vitum það allir og vissum fyrir leikinn,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis eftir 2-1 sigurinn á Víkingi Ólafsvík í kvöld. 11. september 2016 20:10 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Víkingur Ó. 2-1 | Fylkir opnaði fallbaráttuna upp á gátt Fylkir galopnaði fallbaráttuna með 2-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld á heimavelli. 11. september 2016 20:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Sjáðu mörkin þegar Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna upp á nýtt | Myndbönd Fylkismenn galopnuðu fallbaráttuna á ný með 2-1 sigri á Víking Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag en með sigrinum náðu Fylkismenn að galopna fallbaráttuna upp á nýtt. 11. september 2016 20:21
Hermann: Mér er drullusama "Þetta eru frábær þrjú stig, lífsnauðsynlega. Við vitum það allir og vissum fyrir leikinn,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis eftir 2-1 sigurinn á Víkingi Ólafsvík í kvöld. 11. september 2016 20:10
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Víkingur Ó. 2-1 | Fylkir opnaði fallbaráttuna upp á gátt Fylkir galopnaði fallbaráttuna með 2-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld á heimavelli. 11. september 2016 20:00